

Omar Sharif, sem nú er látinn, átti einhverja stórkostlegustu innkomu í kvikmynd fyrr og síðar. Senan er úr Arabíu-Lawrence eftir David Lean. Nei, svona kvikmyndir eru ekki gerðar lengur.
Maður getur bara reynt að ímynda sér hvernig þetta hefur virkað á breiðtjaldi – þannig er kvikmyndin hugsuð.
Sharif kemur svartklæddur ríðandi á úlfalda utan úr eyðimörkinni. Fyrst er hann bara eins og depill í tíbránni, svo tekur hann á sig mynd og loks ríður af skot. Senan er löng – Lean var nógu mikill listamaður til að dvelja lengi lengi við þetta.