fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Nauðgun skilgreind sem skortur á samþykki

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 18. maí 2017 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Mynd/Sigtryggur Ari

Nauðgun er þegar einhver hefur kynferðismök án þess að vera með samþykki frá hinum aðilanum. Þetta yrði skilgreiningin á nauðgun ef frumvarp fjögurra þingmanna Viðreisnar nær fram að ganga, í dag er nauðgun hins vegar skilgreind í hegningarlög um sem kynferðismök með nauðung, ofbeldi eða hótunum. Segir í greinargerð frumvarpsins að nuðsynlegt sé að skilgreina nauðgun út frá skorti á samþykki til þess að unnt sé að veita kynfrelsi fullnægjandi réttarvernd.

Telja þingmennirnir að lögin breyti því ekki að sönnunarstaða í kynferðisbrotamálum verði alltaf þung, en á hinn bóginn kann hún að verða auðveldari í einhverjum tilvikum og stuðla að breyttum viðhorfum til brotsins. Verði nauðgun skilgreind út frá skorti á samþykki eins og frumvarpið leggi til þá myndi áhersla á samþykki aukast við rannsókn og saksókn nauðgunarbrota. Þá mundi slík skilgreining jafnframt fela í sér aukna viðurkenningu á mikilvægi kynfrelsis og jafnvel geta orðið til þess, samhliða aukinni fræðslu, að ungt fólk verði meðvitað um mikilvægi þess að samþykki liggi fyrir.

Þar að auki myndi slíkt ákvæði leiða til þess að einstaklingar yrðu líklegri til að vera meðvitaðri um mikilvægi samþykki fyrir þátttöku í kynferðislegri athöfn. Þá er slík nálgun eðlileg refsiréttarleg þróun á útfærslu nauðgunarákvæðisins þar sem í auknum mæli hefur verið horfið frá áherslu á ofbeldi og hótanir gerenda og sjónum beint að vernd kynfrelsis, þ.e.a.s. hvort viðkomandi hafi samþykkt að taka þátt í kynferðislegri athöfn eða ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Atli Þór ráðinn til Pírata

Atli Þór ráðinn til Pírata
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?