fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Bolungavík: Góð afkoma bæjarfélagsins

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 3. júní 2017 19:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ársreikningur Bolungavíkurkaupstaðar fyrir 2016 hefur verið afgreiddur. Afkoma síðasta árs var með besta móti og segir í fréttatilkynningu að fjárhagsleg staða bæjarins hafi ekki verið sterkari um áratuga skeið.  Bætt fjárhagsleg staða bæjarins gefi því svigrúm til frekari framkvæmda til þess að styrkja innviði. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri var spurður að því hvers vegna fjárhagsstaða sveitarfélag væri að batna svo mikið um þessar mundir.  Sagðist hann telja að ástæðan væri almennt séð að tekjur sveitarfélaga hafi aukist talsvert á sama tíma og aðhaldsaðgerðir síðustu ára hjá flestum sveitarfélögum séu að skila sér í minni útgjaldavexti. Amk minni í hlutfalli við vöxt tekna.

Skuldir sveitarfélagsins og stofnana þess  lækkuðu um 14 milljónir króna og voru í árslok 1609 milljónir króna. Nam skuldahlutfallið 150% af heildartekjum.  Það lækkar í 119% þegar tekið hefur verið tillit til leiguskuldbindinga ríkissjóðs vegna hjúkrunarheimilisins. Rekstrarafkoma fyrir afskriftir og vextir var 143 milljónir króna.

Tekjur bæjarsjóðs á árinu 2016 námu 892 milljónum króna og voru þær 48 milljónum króna umfram áætlun. Tekjur hafnarsjóðs voru 102 milljónir króna og vatnsveitunnar 30 milljónir króna. Félagsheimili Bolungavíkur fékk 30 milljóna króna framlag frá bæjarsjóði og Vatnsveitan rúmar 4 milljónir króna. Laun og tengd gjöld voru langstærsti útgjaldaliðurinn og var þessi liður 499 milljónir króna. Stöðugildin voru 68. Kostnaður við bæjarstjóra og bæjarstjórn var 21,5 milljónir króna.

Greinin birtist fyrst í Vestfjörðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“