fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024

12 hlutir sem er best að fjarlægja af Facebook

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. apríl 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlar á borð við Facebook geta bæði verið skemmtilegir og nytsamlegir til að tengjast fólki, en það eru hlutir sem er best að sleppa því að hafa fyrir allra augum. Í ljósi Cambridge Analytica-lekans hafa margir hreinlega sagt skilið við Facebook.

Fyrir þá sem vilja halda áfram á Facebook en vilja passa betur upp á sínar persónuupplýsingar þá er Independent búið að taka saman 12 hluti sem er best að fjarlæga af Facebook-síðunni þinni.

  1. Afmælisdagurinn

Með því að hafa afmælisdaginn þinn þá er auðveldara fyrir óprúttna aðila að hafa uppi á þér og komast yfir viðkvæmar persónuupplýsingar. Þá sleppur þú líka við að fá helling af kveðjum árlega frá fólki sem myndi annars aldrei muna afmælisdaginn þinn.

  1. Símanúmerið þitt

Til hvers að setja símanúmerið þitt? Í besta falli færðu símtal frá aðdáanda. Í versta falli frá eltihrelli.

  1. Flestir „vinir“ þínir

Það á enginn 500 alvöru vini, hvað þá tvö þúsund. Samkvæmt rannsókn Robin Dunbar við Oxford-háskóla getur meðal manneskja átt í rúmlega 150 vinasamböndum. Með því að eiga fáa vini á Facebook þá hvetur það til heilbrigðari notkun á samfélagsmiðlinum.

  1. Barnamyndir

Hugsaðu þér, hvaða mynd af sér vill barnið þitt finna á netinu í framtíðinni?

  1. Hvar barnið þitt fer í skóla

Suma hluti er best að bara þú, nánir vinir og helst bara þeir sem sækja barnið þitt, vitir.

  1. Hvar þú ert

Þetta er stillingaratriði í símanum þínum. Það eiga ekki allir að vita hvar þú ert á hverri stundu.

  1. Yfirmaðurinn þinn

Þú ert ekki í vinnunni allan sólarhringinn en ef þú ert vinur yfirmanns þíns þá sér hann allt sem þú setur á vegginn þinn, það er ekki endilega eitthvað sem hann þarf að sjá.

  1. Heimilisfangið þitt

Passaðu þig þegar þú ert að ‘tagga‘ á Facebook að hafa það ekki heima hjá þér.

  1. Hvert þú ert á leið í frí

Það er ekki víst að tryggingarnar borgi ef það er brotist inn hjá þér þegar þú ert í fríi og varst búinn að segja öllum heiminum að þú yrðir ekki heima.

  1. Sambandið þitt

Það er voða gaman að tilkynna að þú sért í sambandi með einhverjum, en það lætur þér bara líða illa ef þú þarft svo að breyta því ef sambandið gengur ekki.

  1. Mynd af farseðlinum þínum

Á farseðlinum þínum er strikamerki sem rekja má til þín. Í versta falli er hægt að prenta út myndina, laga hana til og nota sem farseðil fyrir einhvern annan en þig.

  1. Kortaupplýsingarnar þínar

Ef þú veist ekki af hverju þú átt ekki að setja kortaupplýsingarnar þínar á samfélagsmiðla þá er best að þú sért ekkert að nota samfélagsmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Gisele Bündchen fyrir „miklum vonbrigðum“ með nýjasta útspil Tom Brady

Gisele Bündchen fyrir „miklum vonbrigðum“ með nýjasta útspil Tom Brady
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Jadon Sancho stjórnaði fögnuði Dortmund í klefanum – Sjáðu lögin sem hann spilaði

Jadon Sancho stjórnaði fögnuði Dortmund í klefanum – Sjáðu lögin sem hann spilaði
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Nektin allsráðandi á Met Gala – Lítið skilið eftir fyrir ímyndunaraflið

Nektin allsráðandi á Met Gala – Lítið skilið eftir fyrir ímyndunaraflið
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Norska fjársjóðsleitin er hafin – Milljónir í boði og þú getur tekið þátt

Norska fjársjóðsleitin er hafin – Milljónir í boði og þú getur tekið þátt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Barcelona gæti ráðið Enrique á ný

Barcelona gæti ráðið Enrique á ný
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hera úr leik

Hera úr leik