fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025

Færsla móður um að máta bikiní með dóttur sinni hefur vakið mikla athygli

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 15. maí 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brittney Johnson fór að versla með dóttur sína fyrir skömmu. Á meðan þær voru að máta sundföt þá sagði dóttir hennar eitthvað við hana sem hafði mikil áhrif. Brittney ákvað að segja frá reynslunni á Facebook og síðan þá hefur færslan farið eins og eldur í sinu um netheima og fengið mikla og verðskuldaða athygli.

„Ég var að senda myndir af mér í bikiní til vinkvenna minna til að fá „já eða nei?!“ því þetta er eitthvað sem við bara gerum,“

skrifaði hún.

„Og síðan sendi ég þessa mynd. Sérðu ljúfu stelpuna í horninu? Í hálfum kjól og í bikiní topp sem ég var búin að velja fyrir mig? Ég stoppaði í smá stund til að athuga hvað hún myndi segja og hún snéri sér að speglinum og sagði „Vá ég elska hlébarðamynstur. Mér finnst ég vera falleg. Finnst þér ég líka falleg?“

Þetta gerði það að verkum að Brittneys stoppaði í smá stund og hugsaði. „Ég áttaði mig á því að hún segir bara það sem hún heyrir og sér. Ég segi henni á hverjum einasta degi að hún sé falleg. Hún er vingjarnleg þegar hún labbar um verslunarmiðstöðina því ég segi henni að hún vingjarnleg alls staðar annars staðar. Hún er kurteis við afgreiðsluborðið því hún heyrir mig vera kurteisa við ókunnugt fólk alls staðar. Hún gefur fólki sem hún þekkir ekki hrós því hún elskar tilfinninguna að heyra slík hrós sjálf. Þegar við erum í mátunarklefanum, í sundfötum af öllum klæðum, það er sekúndubrot þar sem ég hef valdið til að segja „vá ég hef virkilega fitnað þetta árið“ EÐA „vá ég elska þennan kóral lit á mér.“ Þetta eru orðin sem dóttir mín man og lærir.“

Brittney veit að þegar dóttir hennar verður eldri þá munu þessi jákvæðu skilaboð blandast saman við neikvæð, en það mun ekki stoppa hana í að efla jákvæða líkamsímynd hjá dóttur sinni.

„Ég mun alltaf minna hana á að þær stelpur sem eru sætastar í bikiníi, body suit eða „freaking Snuggie“ eru þær sem eru hamingjusamar. Af því að það er ÞAÐ EINA sem skiptir máli. Ég vil að hún horfi á sig sjálfa á hverjum degi og segi „Ó vá! Mér finnst ég vera falleg!“ vegna þess að ALLAR stúlkur verðskulda að líða þannig.

Við gætum ekki verið meira sammála Brittney og við erum ekki einar um það. Myndin hefur vakið mikla athygli og fengið verðskuldað lof frá netverjum. Það hafa yfir 320 þúsund manns líkað við myndina og yfir 160 þúsund manns deild myndinni áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Hvar er draumurinn? – Lög Sálarinnar á leiðinni á hvíta tjaldið

Hvar er draumurinn? – Lög Sálarinnar á leiðinni á hvíta tjaldið
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rifti samningi fyrir helgi en er mættur í viðræður við nýtt lið

Rifti samningi fyrir helgi en er mættur í viðræður við nýtt lið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sá fyrsti sem fær starf á Englandi sem iðkar trúarbrögð Sikha

Sá fyrsti sem fær starf á Englandi sem iðkar trúarbrögð Sikha