fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025

Júróvisjón partý! Góðar hugmyndir

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 9. maí 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta reglan um gott Júróvisjón-partý er að bjóða öllu skemmtilega fólkinu sem þér dettur í hug! Ekki bjóða þeim sem þú veist að sitja bara úti í horni tuðandi eða þeim sem eru ekkert að fylgjast með og vilja bara ræða um fjármagnshöft, gjaldeyrisforðann og innviði ferðaþjónustunnar! Ekki heldur þeim sem vita ekki einu sinni hver Conchita Wurst er!

Þema

Í góðu Júróvisjón-partýi má hafa þema, t.d. að hver og einn sé fulltrúi einnar þjóðar sem tekur þátt! Þá verður fólk að klæðast í fánalitum síns lands og vera með fána.

Einnig má fá gesti til að klæða sig eins og frægir söngvarar eða skemmtikraftar sem komið hafa fram í Eurovision. Passaðu bara að það séu ekki 10 Silvíur!! 🙂 Óendanlegir möguleikar eru á búningum, allt frá Dustin kalkún til ABBA og þar á milli!

Önnur hugmynd að þema er að fá fólk til að leika heiti ákveðinna laga eða atriða. Hver myndi ekki skemmta sér yfir „Draumnum um Nínu“, „Puppet on a String“, „Romeo“, „Sókratesi“ eða jafnvel „Wiggle Wiggle Song“? Nú, í ár væri hægt að vera „Paper“ 🙂

Matur og drykkur

Í ár er keppnin í Úkraínu og því er hægt að bjóða upp á borshct-súpu með kompot-drykk sem gerður er úr þurrkuðum eða ferskum berjum soðnum í vatni. En það fellur kannski ekki í kramið hjá öllum! Við mælum með því að kynna sér matarmenninguna nánar, kaupa kannski sætt rúsínubrauð úti í bakaríi og þræða sérhæfðari og minni matarbúðir, það má t.d. örugglega finna eitthvað spennandi í MiniMarket!

Önnur hugmynd er að fá gesti til að koma með veitingar frá „sínu“ landi: Þá getur sá sem heldur með Rússlandi komið með vodka, Svisslendingurinn með súkkulaði o.s.frv. – Pólskar pylsur, nammi namm! 🙂

Ef þetta hentar ekki í partýið má hafa það í huga að þetta er nú einu sinni EUROvision og því mætti kaupa bara nóg af Euroshopper-vörum í Bónus!

Skreytingar og leikir

Það má skreyta með fánum landanna, diskókúlu og alls konar confettíi. Einnig mætti vera með stórt Evrópukort og veita þeim gestum verðlaun sem geta fundið landið sitt á innan við 5 sekúndum!

Drykkjuleikir eru afskaplega vinsælir í Eurovision-partíum og hér fyrir neðan eru tveir leikir (smelltu á myndina til að stækka):


Greinin birtist fyrst á Júróvisjón.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Grealish að semja við nýtt félag

Grealish að semja við nýtt félag
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gætu þurft að selja fimm stjörnur fyrir lok gluggans

Gætu þurft að selja fimm stjörnur fyrir lok gluggans
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Neyðarkall frá Búlandstindi

Neyðarkall frá Búlandstindi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.