fbpx
Laugardagur 27.september 2025

Bleikt býður í bíó – Home Again í Kringlubíói

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 25. september 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Home Again segir frá Alice Kinney (Reese Witherspoon), sem skilur við eiginmann sinn í New York og flytur ásamt dætrum sínum aftur á æskuslóðirnar í Los Angeles, endurnýjar kynnin við gamla vinkonuhópinn og móður sína og fer að byggja upp nýtt líf fyrir sig og dætur sínar.

Að áeggjan móður sinnar (Candice Bergen) leyfir hún þremur ungum og blönkum kvikmyndagerðarmönnum (Nat Wolff, Pico Alexander og Jon Rudnitsky) að flytja inn í gestahúsið. Málin flækjast svo enn frekar þegar hún hefur ástarsamband við einn þeirra. Fyrr en varir eru gestirnir þrír orðnir hluti af heimilislífinu og Alice og dætur hennar farnar að stóla á þá.

Það er því ekki heppilegt þegar fyrrverandi eiginmaður hennar, Austen (Michael Sheen), mætir án þess að gera boð á undan sér og vill gera allt til að bjarga hjónabandinu.

Bleikt býður konum í bíó fimmtudagskvöldið 28. september kl. 20:00 í Kringlubíói.

Skildu eftir símanúmer á Facebooksíðu Bleikt og taggaðu vinkonurnar, systurnar, dæturnar, frænkurnar eða þá konu/r sem þú vilt taka með þér í bíó. Þær konur sem mæta í bíóið geta tekið þátt í lukkupotti, en daginn eftir bíóið munum við draga nokkrar heppnar út sem fá glæsilega vinninga. Taktu þátt og fylgstu með Bleikt á Facebook.

Home Again er ekta fjölskyldu-, ástar- og „feel good“ mynd að hætti Reese Witherspoon, sem nýlega hlaut Emmy verðlaun sem framleiðandi fyrir sjónvarpsseríuna Big Little Lies, auk þess sem hún fékk tilnefningu sem besta leikkonan í smá seríu. (Nicole Kidman meðleikkona hennar í þáttunum hlaut þau).

Leikstjóri og handritshöfundur er Hallie Meyers-Shyer og er þetta frumraun hennar á báðum sviðum. Hún hefur hins vegar leikið í sex kvikmyndum foreldra sinna, leikstjóra/handritshöfundana Nancy Meyers og Charles Shyer.

Heimasíða Sambíóanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Einlægur Sævar Atli í viðtali: Ótrúlegar vikur í kjölfar vonbrigða í sumar – „Þá varð allt svolítið svart“

Einlægur Sævar Atli í viðtali: Ótrúlegar vikur í kjölfar vonbrigða í sumar – „Þá varð allt svolítið svart“
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Handtekinn vegna morðs sem var framið fyrir 50 árum en situr inni vegna mannráns fyrir 40 árum

Handtekinn vegna morðs sem var framið fyrir 50 árum en situr inni vegna mannráns fyrir 40 árum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Reyna að selja Vlahovic í janúar – Tvö ensk stórlið á eftir honum

Reyna að selja Vlahovic í janúar – Tvö ensk stórlið á eftir honum
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Starfskona á barnaheimili dæmd fyrir ofbeldi gegn 21 barni – „Aðeins verstu manneskjur ráðast á varnarlaus börn“

Starfskona á barnaheimili dæmd fyrir ofbeldi gegn 21 barni – „Aðeins verstu manneskjur ráðast á varnarlaus börn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arne Slot segir að um falsfrétt hafi verið að ræða – „Hjá þessu félagi má gera mistök án þess að fá sekt“

Arne Slot segir að um falsfrétt hafi verið að ræða – „Hjá þessu félagi má gera mistök án þess að fá sekt“
Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Orka hlýtur alþjóðleg markaðsverðlaun

Orka hlýtur alþjóðleg markaðsverðlaun

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.