fbpx
Sunnudagur 28.september 2025
433

Kristinn Freyr: FH ætlar sér örugglega stóra hluti eins og Valur

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 1. desember 2017 17:58

Kristinn þegar hann gekk í raðir Vals árið 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er bara mjög góð tilfining og ég hlakka til að klæðast treyjunni og byrja að spila aftur,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson, nýjasti leikmaður Vals á blaðamannafundi á Hlíðarenda í dag.

Kristinn Freyr er mættur aftur á Hlíðarenda eftir ársdvöl hjá Sundsvall í Svíþjóð en hann var algjör lykilmaður í liðinu, áður en hann fór út og var m.a valinn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar tímabilið 2016.

„Þetta er ákvörðun sem við fjölskyldan tókum í sameiningu, þrátt fyrir stuttan tíma úti þá var þetta rétti tímapunkturinn til þess að koma heim aftur. Þetta var mjög lærdómsríkt ár þarna úti í Svíþjóð, þetta var erfitt og það var nýtt fyrir mér að spila í botnbaráttu og ég lærði ýmislegt um sjálfan mig og ég tel mig hafa bætt mig sem bæði leikmaður og persóna.“

„Ég spilaði með Val í fimm ár áður en ég fór út og hér þekki ég alla. Það eru spennandi tímar framundan hérna og þess vegna skrifa ég undir fjögurra ára samning. FH er að sjálfsögðu stórt félag á Íslandi og Óli Kristjáns er frábær þjálfari og þeir ætla sér örugglega stóra hluti, líkt og Valur,“
sagði hann m.a.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þénar ótrúlega upphæð mánaðarlega með heimatilbúnu fullorðinsefni – Frægir foreldrar tala ekki lengur við hana

Þénar ótrúlega upphæð mánaðarlega með heimatilbúnu fullorðinsefni – Frægir foreldrar tala ekki lengur við hana
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslandsvinur varpar sprengju – Margir aðdáendur í sárum

Íslandsvinur varpar sprengju – Margir aðdáendur í sárum
433Sport
Í gær

Tottenham strax farið að plana að ganga frá kaupunum

Tottenham strax farið að plana að ganga frá kaupunum
433Sport
Í gær

Ungstirni kallað til æfinga hjá United – Lykilmaður sást ekki á æfingu í gær

Ungstirni kallað til æfinga hjá United – Lykilmaður sást ekki á æfingu í gær
433Sport
Í gær

Einn sá besti leggur skóna á hilluna í lok árs

Einn sá besti leggur skóna á hilluna í lok árs
433Sport
Í gær

Arnar hættir með Fylki eftir að hafa bjargað liðinu frá falli

Arnar hættir með Fylki eftir að hafa bjargað liðinu frá falli