fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433

Heimir Hallgríms við fjölmiðlamenn: Ekki fara framúr ykkur

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. október 2017 21:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Rúsínan í pylsuendanum að fá úrslitin frá Zagreb og gaman að fá gjöf. Við töpuðum á móti Finnum og við vitum að þeir eru sterkir,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins eftir 3-0 sigur liðsins á Tyrkjum í kvöld.

Það voru þeir Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason sem skoruðu mörk Íslands í leiknum og er liðið nú á toppi I-riðils með 19 stig í efsta sætinu.

„Eins og staðan er hjá okkur í dag þá var þetta magnaður sigur. Við sem að vorum hérna vitum hvernig andrúmsloftið hérna var og þetta var skipulag, vinnusemi og bílfarmur af karakter í þessum leik sem ég held að hafi skilað sér til allra þeirra sem horfðu á þennan leik.“

„Það virtist ekki hafa nein áhrif á strákana, þessi stemning sem var hérna. Núna hefst bara undirbúningur fyrir mánudaginn, þetta verður erfitt ferðalag og það verður lítið sofið í nótt. Við fáum einn dag í undirbúning og það er okkar núna að ná að undirbúa liðið og fá strákana til að fókusera á verkefnið sem er framundan.“

Viðtalið má sjá hér fyrir ofan og neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tilkynning um andlát vekur óhug – Ofbeldinu í borginni linnir ekki

Tilkynning um andlát vekur óhug – Ofbeldinu í borginni linnir ekki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin fyrir Afríkukeppnina – United og Liverpool fá leikmenn sína snemma til baka

Ofurtölvan stokkar spilin fyrir Afríkukeppnina – United og Liverpool fá leikmenn sína snemma til baka
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ber mikið í milli á verðmati hollenska framherjans

Ber mikið í milli á verðmati hollenska framherjans
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt
433Sport
Í gær

Þetta eru leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni sem geta nælt sér í jólafrí – Allir á hættusvæði

Þetta eru leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni sem geta nælt sér í jólafrí – Allir á hættusvæði
433Sport
Í gær

Borgaði sjálfum sér 253 milljónir í laun á síðasta ára – Starfar mest á Youtube

Borgaði sjálfum sér 253 milljónir í laun á síðasta ára – Starfar mest á Youtube