fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433

Ásgeir Börkur um fagnið: Pape er góður drengur

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 23. september 2017 17:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði Fylkis, var að vonum ánægður í dag eftir 2-1 sigur á ÍR en með sigrinum tryggði Fylkir sér titilinn í Inkasso-deildinni.

,,Þetta var hrikalega sætt. Ég fékk ekki alveg að njóta þess undir lokin því ég klúðraði dauðafæri og það hefði verið gaman að enda þetta á að skora,“ sagði Ásgeir.

,,Það held ég, ég held að ég hafi verið langt fyrir innan en það var Arnari að kenna. Hann ákvað að kötta út í stað þess að gefa hann í fyrsta,“ sagði Ásgeir um mark sem hann skoraði í fyrri hálfleik sem var dæmt af.

,,Það hefur ekki gerst oft á mínum ferli að maður fái bikar svo þetta er hrikalega sætt og við erum hrikalega vel að þessu komnir.“

,,Ætli það sé ekki það að þau séu fyrrum leikmenn Fylkis. Þetta byrjaði fyrir löngu þegar Pape var hérna held ég. Pape er góður drengur, ég þekki Fjollu ekki neitt en hún er það örugglega líka,“ sagði Ásgeir um sönginn sem leikmenn Fylkis sungu.

Sungið er um Pape Mamadou Faye og Fjollu Shala en þau eru bæði fyrrum leikmenn kiðsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Úrslitaleikurinn líklega í Madríd

Úrslitaleikurinn líklega í Madríd
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn syrgir Age Hareide – „Svo ótrúlega sorgmæddur“

Knattspyrnuheimurinn syrgir Age Hareide – „Svo ótrúlega sorgmæddur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Age Hareide er látinn

Age Hareide er látinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ber mikið í milli á verðmati hollenska framherjans

Ber mikið í milli á verðmati hollenska framherjans
433Sport
Í gær

Roy Keane urðar yfir Mainoo og bróðir hans – Telur allar líkur á að hann hafi vitað af uppátæki hans

Roy Keane urðar yfir Mainoo og bróðir hans – Telur allar líkur á að hann hafi vitað af uppátæki hans
433Sport
Í gær

Gary segir Óla Jó ekki segja allan sannleikann í ævisögu sinni – „Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni“

Gary segir Óla Jó ekki segja allan sannleikann í ævisögu sinni – „Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni“