fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433

Heimir með gott grín: Enginn sem spilaði þennan leik fer með til Rússlands

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. mars 2018 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland og Perú mættust í vináttuleik í gærdag en leiknum lauk með 3-1 sigri Perú.

Það var Jón Guðni Fjóluson sem skoraði eina mark Íslands í leiknum en Renato Tapia, Raul Ruidiaz og Jefferson Farfan skoruðu mörk Perú.

Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins var ágætlega sáttur með sína menn, þrátt fyrir tapið.

„Ég er aðeins svekktur með seinni hálfleikinn. Við vorum búnir að koma okkur ágætlega inn í fyrri hálfleikinn eftir hrikalega byrjun á leiknum,“ sagði Heimir í samtali við RÚV eftir leikinn.

„Að fá á sig mark, snemma leiks á móti svona liði er slæmt og planið var að vinna sig hægt og rólega inn í leikinn en fyrsta korterið var lélegt hjá okkur og þeir voru einhvernvegin alltaf á undan okkur og við náðum aldrei að klukka þá.“

„Við höfðum mjög gott af þessum leik gegn Perú. Þeir eru mjög hraðir og skemmtilegir en samt mjög skipulagðir og gríðarlega duglegir. Þú færð í raun smjörþefinn af því hvernig það er að spila gegn virkilega góðri, Suður-Amerískri þjóð.“

„Þetta var mjög góður undirbúningur fyrir okkur fyrir Argentínu leikinn og við fengum fullt af svörum í þessari ferð og núna munum við bara halda áfram að fylgjast með þeim leikmönnum sem koma til greina fyrir lokamótið. Enginn sem spilaði þennan leik fer með til Rússlands, sagði Heimir í léttu gríni að lokum í samtali við RÚV.

Viðtalið við hann má sjá með því að smella hér en það byrjar á eftir rúmlega tvær mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Silva aftur heim
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta lið grófast í Bestu deildinni í upphafi móts – Athyglisvert hvar Víkingur er á listanum í ljósi umræðunnar

Þetta lið grófast í Bestu deildinni í upphafi móts – Athyglisvert hvar Víkingur er á listanum í ljósi umræðunnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tottenham og West Ham berjast um enska landsliðsmanninn

Tottenham og West Ham berjast um enska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Framkoma stuðningsmanna United í gær vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Framkoma stuðningsmanna United í gær vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið
433
Fyrir 14 klukkutímum

Án þess að æfa hlóð Gylfi í þessa frammistöðu – Tölfræði hans varnarlega vekur sérstaka athygli

Án þess að æfa hlóð Gylfi í þessa frammistöðu – Tölfræði hans varnarlega vekur sérstaka athygli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gummi Ben uppljóstrar því hvað Viðar gerði nákvæmlega og Baldur segir – „Ganga fullt af sögum og maður veit ekki hverjar eru sannar“

Gummi Ben uppljóstrar því hvað Viðar gerði nákvæmlega og Baldur segir – „Ganga fullt af sögum og maður veit ekki hverjar eru sannar“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher urðar yfir tvo leikmenn United eftir hegðun þeirra í gær – „Haldið kjafti og farið inn“

Carragher urðar yfir tvo leikmenn United eftir hegðun þeirra í gær – „Haldið kjafti og farið inn“
433Sport
Í gær

Gylfi Þór æfði ekki í heila viku fyrir leikinn gegn Blikum – „Ég myndi ekki vilja vera dómari, þetta er mjög erfitt“

Gylfi Þór æfði ekki í heila viku fyrir leikinn gegn Blikum – „Ég myndi ekki vilja vera dómari, þetta er mjög erfitt“
433Sport
Í gær

Hvað sögðu Adam og Arnar? – Ljóst að Arnar lét þessi orð falla um Erlend

Hvað sögðu Adam og Arnar? – Ljóst að Arnar lét þessi orð falla um Erlend