fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
433

Valur sektað vegna ummæla Óla Jó

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. mars 2018 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 13. mars 2018 var tekin fyrir greinargerð sem framkvæmdastjóri KSÍ sendi til nefndarinnar þann 2. mars sl., skv. 21. gr. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.

Fram kemur í greinargerð framkvæmdastjóra að málið varði ósæmilega framkomu Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals í mfl. kk., í útvarpsviðtali sem birtist á vefmiðlinum fótbolti.net, þann 1. mars 2018.

Ólafur er að ræða um sumarið 2013 þegar Víkingur vann 16-0 sigur á Völsungi í næst síðustu umferð. Ólafur var að þjálfa Hauka en liðið fór ekki upp vegna markatölu og þá út af þessum leik.

Ákvað Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ á fundi sínum 13. mars 2018 að sekta Knattspyrnudeild Vals, í ljósi alvarleika brotins, um kr. 100.000,- vegna ummæla Ólafs í framangreindu útvarpsviðtali.

,,Það hefur enginn blaðamaður þorað að fara í þetta vegna þess að það hentar kannski ekki. Ég vil meina að einhverjir hafi verið búnir að semja um úrslitin í þessum leik. Tveir leikmenn Völsungs (Guðmundur Óli og Hrannar Björn Steingrímssynir) eru reknir út af í fyrri hálfleik. Annar fær gult spjald fyrir eitthvað brot, labbar í burtu og fyrst að hann fékk ekki rautt þá sneri hann sér við og sagði dómarnum að þegja eða halda kjafti. Hvað hélt hann að myndi gerast þá? Þetta var ekkert eðlilegt. Við fórum reyndar síðan og unnum Völsung 7-0 í lokaleik en Víkingur fór upp á markatölu,“ sagði Ólafur í viðtalinu á Fótbolta.net.

Ólafur hafði sagt þessi sömu orð í viðtali við 433.is síðasta haust. „Hauka-tímabilið var mjög fínn tími, það er náttúrlega rannsóknarefni fyrir blaðamenn, sem þeir þorðu ekki að fara í frekar en annað, af hverju Haukar fóru ekki upp í efstu deild í fótbolta. Það var allt ólöglegt við þetta sem hægt var, blaðamenn þorðu ekki að fara í það mál,“ sagði Ólafur um málið í samtali við 433.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sendir Onana skýr skilaboð: ,,Stundum þarftu að halda kjafti“

Sendir Onana skýr skilaboð: ,,Stundum þarftu að halda kjafti“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Hulk bætti met Neymar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Baunar á stuðningsmenn Arsenal og segir stemninguna vera enga: Mættu með ‘skelfilegan borða’ – ,,Sjö ára barnið mitt hefði gert þetta“

Baunar á stuðningsmenn Arsenal og segir stemninguna vera enga: Mættu með ‘skelfilegan borða’ – ,,Sjö ára barnið mitt hefði gert þetta“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lenti í „martröð“ stuttu fyrir beina útsendingu: Birti mynd af sér rennandi blautri – Sjáðu hvað gerðist

Lenti í „martröð“ stuttu fyrir beina útsendingu: Birti mynd af sér rennandi blautri – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fá slæmar fréttir fyrir leikinn gegn Arsenal

Fá slæmar fréttir fyrir leikinn gegn Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stela öllum fyrirsögnum eftir fréttirnar: Ofurparið sagt vera hætt saman – Hún verður ein eftir í borginni

Stela öllum fyrirsögnum eftir fréttirnar: Ofurparið sagt vera hætt saman – Hún verður ein eftir í borginni