fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
433

Gömul ummæli Ferguson um Jesse Lingard vekja mikla athygli

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. janúar 2018 17:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jesse Lingard, sóknarmaður Manchester United hefur verið öflugur í síðustu leikjum.

Hann var á skotskónum í 2-0 sigri liðsins gegn Everton um helgina og þá tryggði hann liðinu m.a sigur gegn Arsenal í byrjun desember.

Lingard er ekki allra og stuðningsmenn United hafa verið duglegir að gagnrýna leikmanninn, undanfarin ár en þrátt fyrir það hefur Jose Mourinho haldið tryggð við hann.

Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri United hefur alltaf haft trú á Lingard og lét athyglisverð ummæli falla um leikmanninn, árið 2012 en þá var hann einungis 19 ára gamall.

„Jesse Lingard verður frábær leikmaður einn daginn,“ sagði Ferguson.

„Hann er 19 ára, kemur í gegnum unglingastarfið okkar og er byggður eins og Jean Tigana.“

„Tigana skaust hins vegar ekki fram á sjónarsviðið fyrr en að hann var 24 ára og ég hef trú á því að það verði svipað uppá teningnum hjá Lingard,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lengjudeildin rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin

Lengjudeildin rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

City að krækja í ungstirni PSG

City að krækja í ungstirni PSG
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Manchester United mögulega úr kapphlaupinu í sumar nema þetta gerist

Manchester United mögulega úr kapphlaupinu í sumar nema þetta gerist
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sádarnir vilja heimsmeistarann – Ekki sá eini sem er til sölu

Sádarnir vilja heimsmeistarann – Ekki sá eini sem er til sölu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Afturelding landaði Benjamin Stokke á lokadegi gluggans

Afturelding landaði Benjamin Stokke á lokadegi gluggans
433Sport
Í gær

Þessir þrír öflugu leikmenn sterklega orðaðir við Liverpool

Þessir þrír öflugu leikmenn sterklega orðaðir við Liverpool