fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433

Gömul ummæli Ferguson um Jesse Lingard vekja mikla athygli

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. janúar 2018 17:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jesse Lingard, sóknarmaður Manchester United hefur verið öflugur í síðustu leikjum.

Hann var á skotskónum í 2-0 sigri liðsins gegn Everton um helgina og þá tryggði hann liðinu m.a sigur gegn Arsenal í byrjun desember.

Lingard er ekki allra og stuðningsmenn United hafa verið duglegir að gagnrýna leikmanninn, undanfarin ár en þrátt fyrir það hefur Jose Mourinho haldið tryggð við hann.

Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri United hefur alltaf haft trú á Lingard og lét athyglisverð ummæli falla um leikmanninn, árið 2012 en þá var hann einungis 19 ára gamall.

„Jesse Lingard verður frábær leikmaður einn daginn,“ sagði Ferguson.

„Hann er 19 ára, kemur í gegnum unglingastarfið okkar og er byggður eins og Jean Tigana.“

„Tigana skaust hins vegar ekki fram á sjónarsviðið fyrr en að hann var 24 ára og ég hef trú á því að það verði svipað uppá teningnum hjá Lingard,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu
433Sport
Í gær

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Í gær

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“