fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433

Dómari úr ensku úrvalsdeildinni mætir til landsins um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. febrúar 2018 17:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgina 2-3. mars fer fram hin árlega landsdómararáðstefna KSÍ, en þar hittast dómararnir til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil.

Craig Pawson, alþjóðlegur dómari frá Englandi, verður gestur ráðstefnunnar að þessu sinni. Hann þarf vart að kynna fyrir áhugamönnum ensku knattspyrnunnar, en hann dæmdi sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í mars 2013.

Þá hefur hann verið alþjóðlegur dómari frá ársbyrjun 2015.

Dómararnir hafa verið við æfingar frá því í nóvember síðastliðnum, en á þessu námskeiði munu þeir gangast undir skriflegt próf auk þess sem þeir hlýða á ýmsa aðra fyrirlestra.

Dagskráin er svohljóðandi:

Föstudagurinn 2. mars

17:15-17:30 Setning. Bragi Bergmann ráðstefnustjóri

17:30-18:00 Kynning á Sports Matrix forritinu. Umsjón: Neal Ferro.

18:00-18:15 Kliðfundur.

18:15-18:30 Ýmislegt Umsjón: Birkir Sveinsson

18:30-19:00 Skriflegt próf. Umsjón: Bragi Bergmann

19:00-20:00 Matur Cafe Easy

20:00-21:15 Leikstjórn. Umsjón: Craig Pawson

Laugardagurinn 3. mars

09:30- 10:30 Æfing í Laugum. Spinning. Skyldumæting.

11:00-12:00 VAR, lífið í Premier deildinni og Elite ráðstefna á Möltu. Umsjón: Craig Pawson

12:00-13:00 Matur Cafe Easy

13:00-14:00 Tæknisvæði. Umsjón: Craig Pawson

14:00-14:30 Yfirferð skriflega prófsins. Umsjón: Bragi Bergmann

14:30-14:45 Kliðfundur.

14:45-15:15 Álag-Ákefð-Árangur. Umsjón: Fannar Karvel.

15:15-16:15 Fundur í félagi deildardómara. Ráðstefnuslit/Léttar veitingar.

19:30 Árshátíð landsdómara– KSÍ 3. hæð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrír miðjumenn orðaðir við United – Sagðir vilja fá inn leikmann í janúar

Þrír miðjumenn orðaðir við United – Sagðir vilja fá inn leikmann í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mourinho hjólar í dómarann og VAR eftir slæm úrslit um helgina

Mourinho hjólar í dómarann og VAR eftir slæm úrslit um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands í Baku á fimmtudag – Leitar Arnar í það sem virkaði síðast?

Líklegt byrjunarlið Íslands í Baku á fimmtudag – Leitar Arnar í það sem virkaði síðast?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Messi heimsótti heimavöll Barcelona í skjóli nætur – „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta“

Messi heimsótti heimavöll Barcelona í skjóli nætur – „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta“
433Sport
Í gær

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“
433Sport
Í gær

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“