fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024

Kalli Tomm: Ofsóknirnar beindust gegn heimilinu

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 8. apríl 2018 14:00

Kalli Tomm, Karl Tómasson söngvari, tónlistarmaður, Gildran

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Tómasson, betur þekktur sem Kalli Tomm, hefur komið víða við á sinni ævi. Hann rak veitingastað, átti og ritstýrði bæjarblaði, trommaði með rokkhljómsveitinni Gildrunni og braut blað í stjórnmálasögu landsins þegar hann sem oddviti Vinstri grænna í Mosfellsbæ hóf meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Um tíma mátti hann þola miklar ofsóknir fyrir það og einnig hefur hann gengið í gegnum bæði gjaldþrot og lífshættuleg veikindi. Kristinn hjá DV ræddi við hann um þessa reynslu og hvað framtíðin ber í skauti sér. Þetta er er brot af stærra viðtali í helgarblaði DV.

Beindist að heimilinu

Átökin beindust ekki einungis að Karli sjálfum sem stjórnmálamanni heldur einnig fjölskyldu hans og heimili. Ótal persónulegir og rætnir tölvupóstar voru sendir og hávær og orðljót símtöl bárust í heimasímann. Í eitt skipti mátti sonur hans heyra ókvæðisorð frá manneskju sem taldi sig vera að tala við Karl. „Það var bankað upp á hjá mér á heimili mínu og þar stóð fólk sem ég þekkti ekki neitt og sagði eitthvað misgáfulegt þegar ég kom til dyra. Forsvarsmaður hópsins benti á mig og sagði að þetta væri maðurinn sem bæri ábyrgð á veginum.“

Hugsaðir þú um að hætta?

„Já, ég gerði það, Ragnheiður Ríkharðsdóttir sá strax að hlutirnir voru ekki í lagi enda þekkir hún mig vel og reyndist sem klettur. Hún ráðlagði mér að tala við Jóhann Inga Gunnarsson sálfræðing. Hann gæti snúið öllu á betri veg. Hann hvatti mig til að gefast ekki upp og taka slaginn. Ég ætti ekki eftir að sjá eftir því og ég ætti ekki að hverfa úr stjórnmálum á þennan hátt. Þetta, auk hvatningar frá samflokksmönnum mínum og samstarfsmönnum, olli því að ég ákvað að gefa áfram kost á mér.“

Í kosningunum árið 2010 unnu Vinstri græn varnarsigur í Mosfellsbæ og héldu bæði fylginu og bæjarfulltrúanum. Sjálfstæðismenn unnu sigur og hreinan meirihluta en buðu Karli að halda samstarfinu áfram. Árið 2014 var það sama uppi á teningnum og aftur var Vinstri grænum boðið til samstarfs en þá hafði Karl ákveðið að hætta í stjórnmálum og nýr oddviti, Bjarki Bjarnason, tók sætið.

„Þetta sagði meira en mörg orð um það traust sem ríkti á milli okkar og var mín mesta hvatning á pólitíska ferlinum. Það rættist úr orðum Jóhanns Inga og ég sá ekki eftir að hafa haldið áfram. Seinna kjörtímabilið var allt annað, Varmársamtökin flosnuðu upp og nutu ekki trausts í bæjarfélaginu sem umhverfissamtök, heldur eitthvað allt annað. Þessi atlaga gegn mér fór úr böndunum og allir sáu hvað þetta var ljótt. Mosfellingar vita það í dag að þetta var eina leiðin til að leggja veg upp í þetta hverfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Messi lagði upp fimm mörk og skoraði eitt – Suarez með þrennu

Messi lagði upp fimm mörk og skoraði eitt – Suarez með þrennu
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“