Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Aston Villa er liðið mætti gegn Reading á heimavelli í Championship deildinni í gær Jón Daði Böðvarsson var ekki í leikmannahópi Reading vegna meiðsla.
Birkir leikur sem varnarsinnaður miðjumaður en hann kom liðinu yfir í upphafi síðari hálfleik.
Boltinn datt þá fyrir Birki fyrir utan teiginn og hamraði hann knettinum i netið. Laglegt mark frá miðjumanninum sem hefur stimplað sig vel inn í lið Villa árið 2018.
Smelltu hér til að sjá mark Birkis
Villa hlóð i tvö mörk eftir þetta og vann öruggan 3-0 sigur á heimavelli. Aston Villa situr í fjórða sæti deildarinnar með 73 stig og ætti með öllu að ná sæti í umspili.
Birkir var eftir leikinn valinn maður leiksins hjá Birmingham Mail með 8,5 í einkunnn.
,,Stjórnaði miðjunnni og virkaði ferskur með eldmótð,“ segir í umfjöllun blaðsins.
,,Skoraði frábært mark eftir að hafa klikkað á dauðafæri með hausnum fyrr í leiknum. Fiskaði Edwards af velli í kvöld, stjórnaði miðsvæðinu.“