fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433

Pique með áhugaverð ummæli um Sir Alex Ferguson

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. mars 2018 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gerard Pique, varnarmaður Barcelona segist standa í miklli þakkarskuld við Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóra Manchester United.

Pique spilaði með United á árunum 2004-2008 en snéri aftur til Barcelona árið 2008 þar sem að hann er uppalinn.

Hjá Barcelona hefur hann unnið allt sem hægt er að vinna sem knattspyrnumaður og líka með spænska landsliðinu en hann segir að Ferguson eigi stóran þátt í velgengni sinni.

„Ef ég horfi tilbaka þá hef ég unnið allt sem hægt er að vinna, bæði með Barcelona og Spáni. Hins vegar var ég í miklum vandræðum fyrir tíu árim síðan og líf mitt hefði getað farið í aðra átt ef ekki væri fyrir Sir Alex Ferguson,“ sagði Pique.

„Hann kom alltaf mjög vel fram við mig og var í raun eins og annar faðir fyrir mig. Hann hafði alltaf trú á mér, þangað til ég gerði slæm mistök í deildarleik með Bolton. Hann hélt samt áfram að reyna stappa í mig stálinu en ég datt út úr liðinu.“

„Ég bað um að fá að fara til Barcelona og sagði honum í hreinskilni að ég vildi fara. Þetta var eitt erfiðasta samtal sem ég hef átt á ferlinum því hann hafði svo mikla trú á mér. Hann gerði það sem var best fyrir mig og leyfði mér fara. Hann þurfti ekki að gera það en ég mun ætíð vera honum þakklátur,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ronaldo nefnir það versta við Sádi-Arabíu

Ronaldo nefnir það versta við Sádi-Arabíu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er