fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Setti heimsmet í sjósundi

Níu ára gamall sundkappi synti til Alcatraz og til baka

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. júní 2016 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu ára drengur frá Kaliforníu gerði sér lítið fyrir og synti í miklum straumi og kulda frá San Fransisco að Alcatraz-eyjunni – og aftur til baka. Pilturinn, James Savage, setti heimsmet enda yngsti sundmaðurinn sem hefur lagt þetta á sig.
Þetta var ekki auðvelt, segir James.

Eftir þrjátíu mínútur var hann að því kominn að gefast upp þegar öldugangurinn lamdi hann í framan.
„Ég hélt fyrst að þetta yrði auðvelt, en þegar ég var komin svolítið áleiðis varð þetta mjög þungt og straumurinn sendi mig út og suður,“ segir James.

Faðir hans hafði lofað honum 100 dollurum ef hann kláraði og þegar hann taldi að James væri að gefast upp þá bauð hann 200 dollara. Það virkaði, drengurinn lauk sundinu. Það tók hann aðeins tvær klukkustundir en á milli pósta var ein míla og alls voru þetta því tvær mílur, um 3,2 kílómetrar.

Þegar hann kom að landi gekk hann beint í faðm móður sinnar. Hún sagði við fjölmiðla á staðnum að drengurinn væri vissulega fífldjarfur, en að þau, foreldrarnir, væru afar stoltir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Í gær

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna