fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fókus

Óttast um heilsu Meat Loaf: Hneig niður á sviði í gærkvöldi

Þessi magnaði tónlistarmaður hefur selt fleiri en 80 milljónir platna á löngum og glæsilegum ferli

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 17. júní 2016 09:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski tónlistarmaðurinn Michael Lee Aday, betur þekktur sem Meat Loaf, hneig niður á sviði á tónleikum sem hann hélt í Kanada í gærkvöldi. Aðeins nokkrir dagar eru síðan tónlistarmaðurinn aflýsti tónleikum vegna veikinda.

Meat Loaf var í miðjum flutningi á slagaranum I‘d Do Anything For Love þegar hann hneig skyndilega niður. Hann lá hreyfingarlaus á sviðinu um tíma og var hann fluttur á sjúkrahús í kjölfarið. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um líðan hans.

Meat Loaf þjáist af hjartagalla sem gengur undir heitinu Wolff-Parkinsson-White-heilkenni sem veldur óreglulegum hjartslætti. Meat Loaf hefur áður fallið í yfirlið á tónleikum, fyrst árið 2003 og aftur árið 2011.

Að sögn tónleikagesta virtist Meat Loaf ekki vera alveg heill heilsu áður en hann hneig niður. Hann hafi misst úr orð í lögum og virst vera utan við sig. Meat Loaf, sem er fæddur í Texas, er 68 ára gamall. Fáir tónlistarmenn hafa selt fleiri plötur en Meat Loaf á undanförnum áratugum, en talið er að plötur hans hafi selst í rúmlega 80 milljónum eintaka á löngum og glæsilegum ferli.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=9X_ViIPA-Gc&w=420&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Saka á sér draum
Fókus
Fyrir 3 dögum

102 ára prófessor í næringarfræði segir að þessi sjö atriði séu lykillinn þegar kemur að langlífi

102 ára prófessor í næringarfræði segir að þessi sjö atriði séu lykillinn þegar kemur að langlífi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fylgdarkona varar við hættulegu kynlífstrendi meðal para – „Þetta er ógnvekjandi“

Fylgdarkona varar við hættulegu kynlífstrendi meðal para – „Þetta er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir þennan daglega vana bestu leiðina til að brenna fitu án þess að fara í ræktina

Segir þennan daglega vana bestu leiðina til að brenna fitu án þess að fara í ræktina
Fókus
Fyrir 5 dögum

Berglind lenti í óvenjulegu atviki í Bónus –„Þetta kallast þjófnaður. Hefði tilkynnt þetta á staðnum“

Berglind lenti í óvenjulegu atviki í Bónus –„Þetta kallast þjófnaður. Hefði tilkynnt þetta á staðnum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit