fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Feðgarnir Vilhjálmur og Tómas völdu báðir hjúkrunarfræðistarfið: „Að vinna við hjúkrun laðar fram það besta í manni sjálfum“

Stefnt að því að fjölga karlmönnum í stéttinni – „Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 31. maí 2016 19:00

Stefnt að því að fjölga karlmönnum í stéttinni - „Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert“

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmenn eru enn sem komið er frekar sjaldséðir í hjúkrunarstétt og þá hlýtur að teljast enn sjaldgæfara að feðgar ákveði báðir að leggja það starf fyrir sig. Sú er engu að síður raunin með Vilhjálm Eldjárn Sigurlinnason og son hans Tómas Eldjárn.

Tómas er að ljúka fyrsta árinu í hjúkrunafræðináminu en Vilhjálmur leiddist út í starfið fyrir hreina tilviljun. Í samtali við tímarit Félags hjúkrunafræðinga segir Vilhjálmur að það sé oft skemmtilegt hvernig lífið þróast og gerir hann ráð fyrir að Tómas hafi smitast af áhuganum af sér. Hann var 34 ára gamall þegar hann hóf nám í hjúkrun en þá var hann búsettur ásamt fyrrum konu sinni í Svíþjóð og hafði um hríð unnið á geðdeild á sjúkrahúsi. Yfirmaðurinn hvatti hann til þess að sækja um námið, sem hann gerði og sér ekki eftir því. „Þetta var eins og í ævintýri. Þetta gerðist allt svo hratt.“

Eftir að hann fluttist til Íslands vann hann við endurhæfingu hjá Ríkisspítölum og síðar sem hjúkrunarforstjóri Dvalar- hjúkrunarheimili aldraðra á Suðurnesjum. Þaðan lá leiðin á Heilsustofnunina í Hveragerði áður en hann fluttist til Noregs með seinni konu sinni og tveimur sonum þeirra. Hann rifjar upp starfsævi sína með söknuði. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert. Að vinna við hjúkrun laðar fram það besta í manni sjálfum- hvatann til að hafa jákvæð áhrif og hjálpa öðrum.

Tómas tekur í sama streng hvað varðar hjúkrunarstarfið og segir það gefandi og skemmtilegur starfsvettvang. „Ég hef alltaf verið heillaður af umönnun og að geta hjálpað þeim sem geta ekki hjálpað sér sjálfir,“ bætir hann við en hann segir stráka almennt ekki gera sér grein fyrir hvað starf hjúkrunarfræðings sé fjölbreytt og hvað það bjóði upp á marga möguleika. „Ég fann þetta greinilega þegar ég var að kynna hjúkrunarfræðinga á háskóladeginum,“ segir hann ob bætir jafnframt við að það kæmi sér ekki á óvart að sjá fleiri stráka í náminu á næsta ári.

Karlmenn eru 2 prósent hjúkrunafræðinga

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er um þessar mundir að hefja átakið Karlmenn hjúkra og miðar það að því að fjölga karlmönnum í hjúkrunarstétt og kynna fyrir almenningi að hjúkrunarfræði sé spennandi kostur fyrir karlmenn. Meðal annars er fyrirhugað er samstarf við HeforShe, alþjóðlega hreyfingu UN Women.

Hlutfall karlmanna í hjúkrun hérlendis er um 2 prósent en á meðan skortur er á hjúkrunarfræðingum víða um heim þá hefur hlutfall karlmanna í stéttinni haldist tiltölulegaóbreytt. Hlutfallið hérlendis mun vera nokkuð lægra en á Norðurlöndum þar sem ráðist hefur verið í markvisst átak til að fjölga karlmönnum í stéttinni, meðal annars á samfélagsmiðlum.

Talið er að ástæðurnar fyrir þessum skorti á karlkyns hjúkrunarfræðingum megi meðal annars rekja til hugmynda samfélagsins um karlmennsku, auk launa og staðalímynda kynjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar
Fókus
Í gær

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs