fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

Ásta var útigangskona en er nú einu prófi frá því að útskrifast sem bókari

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 5. maí 2016 00:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var og hef verið meirihlutann af ævi minni í mikilli neyslu. Síðustu árin mín bjó ég bara á götunni. Það má segja að ég hafi verið orðin útigangskona.“

Þetta sagði Ásta Kristmannsdóttir í viðtali við Stöð 2 á síðasta ári. en hún tjáði sig aftur um málið í kvöld. Þá hafði hún dúxað í skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. Ásta hefur verið edrú í fimm ár og náði að snúa við lífi sínu eftir 30 ára vímuefnaneyslu. Áður svaf hún í athvörfum fyrir heimilislausa og á götunni. Það er því um mikinn viðsnúning að ræða sem hefur vakið mikla athygli og Ásta fengið mikið lof fyrir hvernig hún hefur náð að snúa við blaðinu.

Ásta hlaut styrk frá menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Í náminu fékk hún 8 í lögfræði, 9 í íslensku og 10 í tölvum og bókfærslu. Þá var markmiðið að verða viðurkenndur bókari. Það er nú að rætast en í samtali við Stöð 2 í gærkvöldi sagði Ásta að námið hefði bjargað lífi hennar og er hún einu prófi frá því að fá draum sinn uppfylltan. Segir hún afar mikilvægt að hafa sjóð sem þennan sem styrki konur til náms.

Ásta segir:

„Ég er núna að leita að vinnu og hlakka til að fara að vinna sem bókari. Þetta er starf sem ég hef haft áhuga á frá því að ég var krakki. Mér hefur gengið vel í þessu námi og ég hlakka til framtíðarinnar. Vonandi fæ ég vinnu sem fyrst.“

Hér má sjá viðtalið í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld