fbpx
Föstudagur 03.maí 2024

Fágaðri útgáfa af Ölstofugæja

Bryan Ferry heillar í Hörpu

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 20. maí 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum finnst manni sem Bryan Ferry standi í námunda við þá stóru. En staðreyndin er sú að hann er heldur seinheppinn. Með hljómsveitinni Roxy Music var hann einn af frumkvöðlum glamrokksins, en David Bowie tók fljótlega fram úr og varð framsæknasta rokkstjarna áttunda áratugarins og stærri poppstjarna á þeim níunda líka.

Stundum finnst manni sem Bryan Ferry standi í námunda við þá stóru. En staðreyndin er sú að hann er heldur seinheppinn.

Bowie hafði auk þess af honum fyrirsætuna Amanda Lear, sem birtist með svartan jagúar framan á For Your Pleasure-plötunni, og á endanum samstarfsmanninn Brian Eno líka. Meðspilarinn Eno samdi Windows-stefið og framleiddi U2, á meðan Mick Jagger stakk af með annarri kærustu Ferrys, Jerry Hall. Loks gerði Bryan Ferry á hátindi ferilsins þau skelfilegu mistök að láta taka mynd af sér í suður-amerískum kúrekabúningi. „How Gauche Can a Gaucho Get?“ skrifaði tónlistarblaðið NME og næstu fimm árin eða svo tók enginn hann alvarlega í Bretlandi.

Ferry tókst þó einu sinni að ná í fyrsta sætið í heimalandinu, en það var eina smáskífulagið sem hann samdi ekki. Það var útgáfa af Lennon-laginu „Jealous Guy“ sem rauk upp vinsældalistana á samúðaratkvæðum rétt rúmum mánuði eftir að Lennon var skotinn. Það lag fékk að sjálfsögðu að óma í Hörpu á mánudagskvöld, eins og öll kvöld þegar Ferry á í hlut.

Þræll ástarinnar

Tónleikarnir hófust á titillagi nýju plötunnar „Avonmore“ en fóru fyrst almennilega af stað með tvennunni „Slave to Love“ og „Don‘t Stop the Dance“. Hér er strax splæst í vinsælustu lögin, en dampi er haldið með hinu ágæta en illa titlaða „Oh Yeah“. Þetta er Ferry eins og við þekkjum hann, sem segir konunni að betra sé að sitja áfram í bílnum eða fara í bíó, þræll ástarinnar sem bíður hennar á venjulega staðnum, talsvert fágaðri útgáfa af Ölstofugæja.

Svo kemur lag af plötunni Dylanesque, þó ekki sé ljóst að Bryan Ferry að syngja Bob Dylan sé endilega það sem heimurinn þarfnast. Óli Palli spurði hann um daginn hvort hann hefði hitt Dylan, Ferry sagði nei, en hefði þó séð hann á tónleikum. Kannski eins gott að hann hafi aldrei kynnt Dylan fyrir kærustunni.

Flestir Ferry-tónleikar eru öðrum líkir. Hann segir ekki mikið við áhorfendur en gott ef hann er ekki frekar kynþokkafullur á gömlu spóaleggjunum, ekki síst þegar hann situr við hljómborðið. Í þetta sinn fá bakraddasöngvararnir ekki að skyggja á hann, ólíkt því sem gerðist þegar McDonalds-systurnar voru með í för og þessir virðast einmitt ráðnir til að gera það ekki. Þó yfirgefur hann sviðið um stund á meðan hinn þokkafulli saxófónleikari Jorja Chalmers tekur yfir í löngum instrúmental kafla.

Refaveiðimaður í bobba

Þegar Ferry snýr svo aftur raðar hann út slögurunum og salurinn er á fótum þar eftir, en íslenskir áhorfendur hafa verið upp á sitt besta síðan þeir uxu upp úr sveitaballsstemningunni. Sérstaklega eftirminnilegt er lagið „If There Is Something“, sem sjálfur Bowie flutti á einni af sínum síðri plötum.

Breska popppressan hefur sérstaklega gaman af að níða Ferry, verkamannasoninn sem þykist vera yfirstéttarmaður, og ekki skánaði það þegar sonur hans var handtekinn fyrir að mótmæla til stuðnings refaveiðimönnum. En það er óþarft að gera grín, kvöldstund með Bryan Ferry er tíma vel varið og ég játa að ég fékk gæsahúð minnst einu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Ferðamann langar mikið til að eignast íslenskan vin

Ferðamann langar mikið til að eignast íslenskan vin
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Aron: „Ég held að það sé nú þannig hjá 90 prósent af liðunum í þessari deild“

Aron: „Ég held að það sé nú þannig hjá 90 prósent af liðunum í þessari deild“
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mourinho telur að þessi þrjú lið geti unnið EM í sumar

Mourinho telur að þessi þrjú lið geti unnið EM í sumar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Starfsmenn United pirraðir – Skorið niður hjá þeim en eiginkonur leikmanna fá mat og gjafir

Starfsmenn United pirraðir – Skorið niður hjá þeim en eiginkonur leikmanna fá mat og gjafir
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

„Málið er að sársauki hefur verið markaðsvæddur og lyfin eru kynnt sem lausnin“

„Málið er að sársauki hefur verið markaðsvæddur og lyfin eru kynnt sem lausnin“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir