fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fókus

Bóndinn Þórlaug slær í gegn í umdeildu myndbandi: „Engin virðing fyrir dýrunum“ – „Gaman að þessu“

Myndband Þórlaugar um lífið í sveitinni vekur athygli – Netverjar skiptast í tvær fylkingar

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 16. maí 2016 12:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem sýnir bóndann Þórlaugu Guðmundsdóttur taka lagið um lífið í sveitinni hefur vakið talsverða athygli í netheimum. Nú stendur sauðburður sem hæst og er óhætt að segja að stutt sé í gamanið hjá bændum landsins þó mikið sé að gera á flestum vígstöðum.

Myndbandið sem um ræðir var birt á YouTube á laugardag og hafa að minnsta kosti ellefu þúsund manns horft á það þar. Kvennablaðið birti myndbandið í gær þar sem það vakti mikla athygli og var deilt yfir þúsund sinnum.

Nokkrir hafa tjáð sig í athugasemdakerfinu á vef Kvennablaðsins um myndbandið. Sumir hafa hrósað Þórlaugu á meðan aðrir gagnrýna hana fyrir meint virðingarleysi fyrir dýrunum. „Gaman að þessu,“ segir einn notandi á meðan annar bætir við: „Magnað barasta.“

Aðrir sjá ekki þá spaugilegu hlið sem aðrir sjá. „Ég ætla bara að segja það. Þetta er sorglegt að horfa á. Þá er ég að tala um virðingarleysið gagnvart dýrunum. Slétt sama um söng/leik/kvikmyndahæfileika,“ segir einn lesandi á meðan annar bætir við: „Þetta er mesti viðbjóður sem að ég hef horft á! Augljóslega engin virðing borin fyrir dýrunum þarna!“

Sitt sýnist hverjum en myndbandið má sjá hér að neðan:

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=PKGFcsMzfEQ&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga