fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Helga Lind var í sambúð með tveimur íslenskum atvinnumönnum í knattspyrnu

Fór heim með tóma bumbu og barnlaus eftir að hafa fætt tvíbura

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 5. mars 2016 12:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég segi ekki að þetta hafi verið erfitt en mér fannst þetta spes. Við vorum kannski mætt þarna mörg saman að horfa á fótbolta en eiginkonur leikmannanna voru mest að spá í það hvort veskið passaði við jakkann sem þær voru í. Í mínum huga var þetta skrítið og óskiljanlegt og mér datt ekki til hugar að taka þátt í þessu. En auðvitað höfðum við það gott og gátum leyft okkur að fara fínt út að borða en ég forðaðist glamúrgírinn.“

Þetta segir Helga Lind Björgvinsdóttir Pilates-þjálfari og fyrirsæta í áhugaverðu viðtali við Vikuna. Þarna lýsir hún lífi sínu með Arnari Gunnlaugssyni á Englandi er hann var atvinnumaður þar með Leicester. Arnar og Helga Lind skildu árið 2004 en hafa ávallt verið góðir vinir.

Skömmu eftir það kynntist Helga Lind öðrum íslenskum atvinnumanni í knattspyrnu, Gylfa Einarssyni, og eignaðist með honum tvíbura. Fæðing þeirra á Englandi, þar sem aðrar venjur gilda en hér um fæðingar, var sérstæð og erfið reynsla fyrir Helgu Lind. Um þetta segir meðal annars í greininni í Vikunni:

Algengt er að fjölburar fæðist fyrir áætlaðan fæðingardag en miðað við 40 vikna meðgöngu var settur dagur 26. janúar. Börnin komu hins vegar 23. nóvember, sama dag og Helga hafði verið í mæðraskoðun. „Mér brá rosalega því ég fann greinilega að ég var að fara af stað. Ég þekkti það af eigin reynslu. Ég ítrekaði við ljósmóður að síðasta fæðing hefði einungis tekið þrjá tíma þrátt fyrir að barnið hefði verið rúmar átján merkur. Mér fannst þær ekki taka mig alvarlega og síendurtók að ég vissi að ég væri farin af stað og að fæðingin myndi gerast mjög hratt. En þær fóru sér að engu óðslega. Eflaust fannst þeim ég móðursjúk en um leið og ég var skoðuð varð uppi fótur og fit. Þær báðu mig í ofboði að hringja í manninn minn en börnin voru bæði sitjandi svo að ég endaði í bráðakeisara.

Í ljósi þess að ég var í mæðraskoðun sama dag og ég fer af stað hefði ljósmóðirin auðveldlega átt að geta skorist í leikinn. Á Íslandi hefði ég líklega verið stoppuð en eftirlitið í Englandi er allt öðruvísi. Ég hugsaði ekki mikið um þetta meðan á ferlinu sjálfu stóð en eftir á að hyggja var ég svekkt. Þetta var svo mikill óþarfi.“ Helgu var svo að segja sparkað út af sjúkrahúsinu tæpum fjórum dögum eftir fæðingu barnanna. Hún segir upplifunina að koma barnlaus heim óraunverulega. „Ég var nýstaðin upp úr keisara og ég komst varla á klósettið sjálf. Við bjuggum í þriggja hæða húsi og mér fannst ég ósjálfbjarga. Fæðingarupplifunin út af fyrir sig var líka furðuleg og ólík fyrri reynslum. Mér fannst ég ekki búin að eiga því ég hafði ekki farið í gegnum fæðingarferlið og fór svo heim án barnanna. Á föstudagsmorgni var ég með tvö börn í maganum en á mánudeginum var ég komin heim með tóman maga. Ég var bara skorin og þau tekin frá mér. Þetta var öðruvísi upplifun, maður átti ekki fæðinguna.“

Helga Lind og Gylfi eru nú nýlega skilin og var sá skilnaður í sátt beggja. Eru þau góðir vinir í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli