fbpx
Miðvikudagur 14.janúar 2026
Fréttir

Hagar gefa út vildarkerfið Takk

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 14. janúar 2026 11:04

Sesselía Birgisdóttir, forstöðumaður viðskiptavildar, upplifunar og miðlunar hjá Högum og Finnur Oddsson, forstjóri Haga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagar settu fyrr í dag í loftið nýtt vildarkerfi í appi sem ber heitið Takk. Vildarkerfið er einfalt og skilvirkt í notkun og mun bæta kjör, þjónustu og upplifun viðskiptavina.

Meðlimir í Takk appinu fá aðgengi að sérstökum kjörum og fríðindum hjá Bónus, Hagkaup og Eldum rétt. Afslættirnir sem vildarkerfið býður upp á eru kallaðir Takk krónur (tkr) en viðskiptavinir geta áunnið sér Takk krónur þegar þeir versla valdar vörur í verslunum. Takk krónurnar geta viðskiptavinir svo notað næst þegar þeir versla í verslunum Bónus og Hagkaups um allt land.

Takk appið veitir viðskiptavinum einnig aðgang að fleiri áhugaverðum tilboðum hjá samstarfsaðilum eins og Glans, Grill 66 og Lemon auk þess sem appið veitir aðgengi að fjölbreyttum viðburðum, skemmtilegum leikjum og frekari þjónustu.

„Ánægja viðskiptavina er hjartað í allri okkar starfsemi og það er því mikið gleðiefni að kynna Takk appið fyrir landsmönnum. Við þróun á Takk lögðum við áherslu á að hafa lausnina sem einfaldasta. Til þess að gerast meðlimir þurfa viðskiptavinir að sækja Takk appið, skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og setja Takk kortið í veskið í símanum. Þegar þeir versla sérvaldar vörur í Bónus, Hagkaup og Eldum rétt fá þeir afslátt í formi Takk króna sem þeir geta notað næst þegar þeir versla. Nýjar vörur bætast við á Takk tilboði í hverri viku, en vörurnar eru ekki einungis sýnilegar í appinu heldur einnig merktar á rafrænum hillumiðum í verslunum. Opnunartilboð Takk eru sérlega vegleg og hvetjum við viðskiptavini um allt land til að sækja appið, sem er ókeypis, og gerast Takkara,“ segir Sesselía Birgisdóttir, forstöðumaður viðskiptavildar, upplifunar og miðlunar hjá Högum.

„Nýja vildarkerfið okkar, Takk, gerir okkur kleift að veita viðskiptavinum enn betri kjör en fyrr og bjóða þeim að njóta sambærilegrar þjónustu og tíðkast víða í löndunum í kringum okkur. Um leið og vildarvinir fá þennan nýja áhugaverða snertiflöt við dagvöruverslanir Haga, þá gerir það okkur kleift að skilja betur þarfir viðskiptavina og sníða þjónustu og vöruval okkar í verslunum enn betur að þeirra þörfum.Við erum stolt af því að geta opnað samtímis fyrir Takk í öllum verslunum Hagkaups, Bónus og Eldum rétt og bæta þannig hag viðskiptavina okkar um allt land,” segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lykillinn að gleði í daglegu lífi

Lykillinn að gleði í daglegu lífi
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geirfinnsmálið: Sakar Valtý um að hafa haft afskipti af vitnum og málsaðilum í 50 ár

Geirfinnsmálið: Sakar Valtý um að hafa haft afskipti af vitnum og málsaðilum í 50 ár
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gerður spurði fólk hvað það hatar og ekki stóð á svörum – „Dónalegasta fólk sem til er“

Gerður spurði fólk hvað það hatar og ekki stóð á svörum – „Dónalegasta fólk sem til er“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heillandi ferðalag um heimskautasvæðið

Heillandi ferðalag um heimskautasvæðið