fbpx
Þriðjudagur 13.janúar 2026
Fréttir

Sarunas fékk þungan dóm

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 12. janúar 2026 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litháískur ríkisborgari, Sarunas Juozaponis, var þann 9. janúar sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnabrot, í Héraðsdómi Reykjaness.

Honum var gefið að sök að hafa laugardaginn 22. nóvember 2025 staðið að innflutningi á 3000 ml af kókaíni í vökvaformi með styrkleika 55-57%. Efnin voru ætluð til söludreifingar í ágóðaskyni hér á landi en hann flutti þau til landsins með farþegaflugi frá Lettlandi til Keflavíkurflugvallar. Efnin voru falin í fjórum flöskum í farangri hans.

Sarunas játaði sök við þingfestingu málsins en við ákvörðun refsingar tók dómari mið af því að hann hefði flutt mikið magn af sterkum fíkniefnum til landsins.

Var niðurstaðan þriggja og hálfs árs fangelsi.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Safna undirskriftum gegn flugeldum – „Gæludýr, húsdýr og villidýr geta enga björg sér veitt“

Safna undirskriftum gegn flugeldum – „Gæludýr, húsdýr og villidýr geta enga björg sér veitt“
Fréttir
Í gær

Banaslys í Rangárþingi í gær

Banaslys í Rangárþingi í gær