
Hún skaust fram á sjónarsviðið seinni hluta árs og hefur bæði notið vinsælda í útvarpi og sjónvarpi, hún hefur meðal annars komið fram í þáttum eins og Kviss og Bannað að hlæja á Sýn. Hún heldur einnig úti netþáttum á Vísi, Gugga fer á djammið.
Við spurðum Ellý og spilin: „Hvernig verður næsta ár hjá henni og er eitthvað sem er gott fyrir hana að hafa í huga?“
„Hún er að fara í svakalegar breytingar. Það er allt breytt. Hún er sest í aðalsætið á sínum vagni. Hún er ekki lengur í farþegasætinu eða aftur í bílnum, þetta er svona myndlíking. Hún er búin að brynja sig, hjartað, og tekur ekkert nærri sér. En hún er að fara í einhverja hringi og hún þarf að fara upp á land og gera eitthvað annað en hún gerði í gær. Og hún veit það, og hún veit að hún þarf að vera sterk af því að hún er að fara í glænýtt… því að það er eins og hún fái ekki eins mikla næringu út úr því sem hún er að gera núna,“ segir Ellý og er þá að vísa í djammþættina.
„Það klárast og svo er hún komin í nýtt og það er bara alvöru, það er alvara og það er bara ótrúlega flott hjá henni. Hún skrifar undir nýjan samning, ég held það sé ekki Vísir, og hún losar sig við eitthvað sem hefur verið að draga hana niður,“ segir hún og bætir við:
„Hún er mjög greind, þessi stelpa. Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið.“
Ellý spáir meira fyrir Guggu í spilaranum hér að ofan.
Smelltu hér til að horfa á áramótaþáttinn í heild sinni, þú getur einnig hlustað á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Fylgdu Ellý á Instagram og TikTok.
Lesa meira um áramótaspá Ellýjar Ármanns:
Slæm tíðindi fyrir Valkyrjustjórnina
Valdamikið ár í vændum fyrir Snorra
Auddi Blö er bara rétt að byrja
Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot