

„Rúmlega sjö mánuðir frá því að við Baldur fórum í hárígræðslu. Þetta getur tæplega heppnast betur. Þeir sögðu að þetta gæti tekið alveg að 12 mánuðum en þetta er löngu komið. Geggjaður árangur hjá okkar mönnum með þessari aðferð,” segir Einar sem fór með Baldri Rafni Gylfasyni til Istanbúl í byrjun maí þar sem þeir gengust undir hárígræðsluna.
Einar birti mynd af sjálfum sér með færslunni og skartar hann í dag glæsilegum „makka“ eins og stundum er sagt.
Færsla Einars vakti mikla athygli og eru margir á því að hann hafi yngst um mörg ár. „Eru beðinn um skilríki í ÁTVR,” spyr til dæmis einn. „Allt annað að horfa á þig. Yngist við þetta sem var óþarfi,” segir annar.