fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Biðlar til fólks að steypa sér ekki í skuldir með för til Bandaríkjanna

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. desember 2025 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steve Clarke, landsliðsþjálfari Skotlands, hefur hvatt stuðningsmenn landsliðsins til að fara varlega og setja sig ekki í skuldir til að fylgja liðinu á HM í Bandaríkjunum á næsta ári.

Clarke ræddi við BBC Scotland sama dag og meðlimir stuðningsmannaklúbbs landsliðsins fengu tækifæri til að sækja um miða á riðlakeppi Skotlands gegn Haítí og Marokkó í Boston, auk síðasta leiksins í riðlinum gegn Brasilíu í Miami.

FIFA hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir hátt miðaverð, sem gæti þýtt að stuðningsmenn þurfi að greiða þúsundir punda fyrir sæti á leikjum.

Reiknað er með að skoskir stuðningsmenn fái um 8% af miðum á riðlakeppnisleiki liðsins, þó Skoska knattspyrnusambandið vonist til að það hlutfall aukist á næstu mánuðum.

„Þetta verður dýrt,“ sagði Clarke.

„Það er dýrt að ferðast til Bandaríkjanna hvort sem er og miðarnir eru dýrir. Ef fólk hefur efni á þessu, þá er það frábært, en ég vil ekki að stuðningsmenn setji sig í miklar skuldir til að fara.“

Hann bætti við að FIFA ráði verðlagningunni. Clarke vonast til að þeir stuðningsmenn sem fylgt hafi liðinu til fjarlægra staða í gegnum árin fái tækifæri til að vera með, enda eigi þeir það skilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift