fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 11. desember 2025 18:30

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistlar Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðings, betur þekkt sem Ragga nagli, sem skrifaðir eru á mannamáli njóta mikilla vinsælda á Facebook-síðu hennar. Í þeim nýjasta fjallar Ragga um að oft erum við ekki að setja öðrum mörk og við þannig yfirfull af manneskjugeðjun.

„Stundum höldum við að við séum meganæs en erum í raun marineruð í manneskjugeðjun.

Þegar við setum ekki mörk til að hlífa öðrum við óþægilegri stemningu erum við að svíkja okkur sjálf. Í hvert skipti sem við setjum ekki mörk molna litlar mylsnur af sjálfsmyndinni.

Við sendum með því skilaboð til sjálfsins að okkar tilfinningar, þarfir, langanir skipta ekki máli.

Gaslýsum okkur út úr mörkum að við séum örugglega að bregðast of harkalega við. Séum alltof viðkvæm. Of mikið snjókorn. Því oftar en ekki er það söguskýringin sem við höfum fengið að heyra í gegnum tíðina þegar við höfum sett mörk. Eða að við séum svo erfið og hörð. Það er ódýr og þægileg útskýring fyrir krumpað fólk með rassakláða að staðföst, heilsteypt manneskja láti ekki bjóða sér eitraða hegðun.“

Segir Ragga að erfiða manneskjan í fjölskyldunni er oft sú sem setur skýr mörk og lætur ekki bjóða sér vanvirðingu.

„Hefur skrúbbað af sér manneskjugeðjun með bleikiefni og klór.

Teflonhúðað sig fyrir klækjabrögðum til stjórnunar.

Skapað fjarlægð við fólk sem sýnir endurtekna vanvirðingu og frekju.

Lætur ekki stýra sér með alls konar klækjabrögðum

Ekki samviskubitsvæða sig í að gera hluti sem engin orka, löngun eða tími er fyrir.

Nennir ekki lengur að læðast á sokkaleistunum á eggjaskurnum í kringum fýlustjórnun.

Komin með uppí kok að „halda friðinn“.“

Mynd: Ragga nagli

Ragga ráðleggur okkur að vera ERFIÐA“ týpan og bera þá nafngift með stolti.

„Mörk eru ekki lok lok og læs og allt í stáli og endalok sambands.

Mörk eru leiðbeiningar um hvernig þú upplifir öryggi og getur átt farsælt og gott samband.

Mörk eyðileggja bara sambönd byggð á sandi því það fólk hagnaðist á markaleysi þínu.

Tilfinningalegur þroski er að virða mörkin þín og þannig fólk viltu í kringum þig.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stjórnarformaður spænska ríkissjónvarpsins ánægður með Íslendinga

Stjórnarformaður spænska ríkissjónvarpsins ánægður með Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið