fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fókus

Litlu munaði hjá ferðamanni – „Það er mjög mikilvægt að þú hlustir“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 11. desember 2025 08:21

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamaður birti óhugnanlegt myndband frá heimsókn sinni á Íslandi til að vekja athygli á hættunni í Reynisfjöru.

Chelsea Xu birti myndbandið á TikTok.

„Þegar þú ert á Íslandi mun leiðsögumaðurinn segja þér að passa þig á hættulegustu strönd landsins. Það er mjög mikilvægt að þú hlustir,“ skrifaði hún með myndbandi af sér í Reynisfjöru þar sem alda felldi hana og hreif hana næstum því með sér í sjóinn.

Sem betur fer tókst henni að standa aftur upp og koma sér á öruggt svæði. Hún sló líka á létta strengi: „Ég hélt samt fast í símann.“

@chelseaxu12 strong hold of the phone though 👏🏼 #blacksandbeach #iceland ♬ original sound – 𝒶𝓂𝒶𝒾 🌀☀️

Reynisfjara er einn af varasömustu stöðum landsins eins og margítrekað hefur verið í fréttaflutningi. Níu ára gömul þýsk stúlka lést 2. ágúst og var það sjötta banaslysið í fjörunni á innan við áratug.

Þetta er ekki fyrsta myndbandið síðan þá þar sem litlu munar að sagan endurtaki sig. Í lok október birti annar ferðamaður myndband á TikTok þar sem mátti tvö börn í mikilli hættu.

Sjá einnig: Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Vildi sýna að það þarf ekki að vera framið subbulegt morð til að lífið sé spennandi“

„Vildi sýna að það þarf ekki að vera framið subbulegt morð til að lífið sé spennandi“