
Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson, stjórnendur hins geysivinsæla hlaðvarps Steve Dagskrá, voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni hér á 433.is.
Aron Jóhannsson var á dögunum leystur undan starfsskyldum sínum hjá Val, þó hann sé enn á mála hjá félaginu. Því var velt upp hvert hann gæti farið í þættinum.
„Það er svolítið erfitt að vera á þessum aldri sem leikmaður í dag. Þó nokkur lið eru búin að gefa út að þeir ætli að spila ungum leikmönnum,“ benti Andri á.
Þá var rætt um stefnu Vals undanfarin ár, sem hefur verið á þann veg að taka stórar stjörnur til að vinna titla strax.
„Valur fór þá leið að taka menn sem höfðu sannað sig og voru eldri. Það er svo hættulegt ef það gengur ekki,“ sagði Vilhjálmur og benti á að Víkingur hafi tekið yngri leikmenn og selt út.
„Það er meiri áhætta því ef hann flytur ekki fjöll fyrir félagið er það bara klúður,“ sagði Andri þá.
Nánar í spilaranum.