fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fókus

Kaflaskil hjá Árna sem kveður fasteignabransann

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 5. desember 2025 07:30

Árni Björn. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og þjálfarinn Árni Björn Kristjánsson stendur á tímamótum.

Hann kveður fasteignabransann og ætlar að einbeita sér að þjálfun, bæði markþjálfun og einkaþjálfun.

Árni hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarið ár. Hann heldur einnig úti hlaðvarpinu Taboo með eiginkonu sinni, Guðrúnu Ósk Maríasdóttur, þar sem þau ræða hreinskilið og hispurslaust um sambönd, kynlíf og fleira.

Sjá einnig: „Það er munur á klámi og því sem við erum að gera“

Árni greindi frá þessu í færslu á Instagram.

„Það er komið að tímamótum í mínu lífi en ég hef látið af störfum sem fasteignasali. Ég er óendanlega þakklátur fyrir þann tíma og þá sérstaklega fyrir allt dásamlega fólkið sem ég aðstoðaði við að selja og kaupa draumaeignina sína,“ sagði hann.

„Ég er ennþá að klára nokkrar eignir og loka ýmsum endum en á nýju ári mun nýr kafli byrja. Aldrei að vita hvort ég snúi aftur að fasteignasölunni en eins og er þá er ég ótrúlega spenntur fyrir nýjum tímum.“

Snýr sér að öðru

„Ég hef ákveðið að snúa mér aftur að þjálfun enda er það mitt passion í lífinu. Ég brenn fyrir það að hjálpa fólki að betrumbæta heilsu sína, hvort sem það er andleg heilsa eða líkamleg,“ sagði Árni.

„Ég er nú þegar byrjaður að markþjalfa og það gengur frábærlega! Andlega hliðin er eitthvað sem heillaði mig alltaf mjög mikið í þau 12 ár sem ég þjálfaði Crossfit og lyftingar og það er ótrúlega gaman að vera kominn með fleiri verkfæri í verkfæratöskuna mína svo ég geti aðstoðað fólk með þann part líka.

Á nýju ári mun ég líka byrja að bjóða upp á fjarþjálfun og einkaþjalfun og er sú vinna þegar farin af stað. Með mína reynslu sem spannar yfir áratug tel ég mig í stakk búinn að hjálpa hverjum sem er að bæta heilsu sína, andlega sem og líkamlega.“

Hann hvetur fólk til að hafa samband ef það hefur áhuga á að koma í þjálfun til hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókaspjall: Ráðgátur og óvænt endalok

Bókaspjall: Ráðgátur og óvænt endalok
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ömurlegt að í landi sem heitir Ísland, að það sé ekki hægt að iðka ísíþróttir“

„Ömurlegt að í landi sem heitir Ísland, að það sé ekki hægt að iðka ísíþróttir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Faðir Meghan Markle í krísu – Læknar þurftu að fjarlægja annan fótlegginn

Faðir Meghan Markle í krísu – Læknar þurftu að fjarlægja annan fótlegginn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hin helga kvöl – Hörkuspennandi glæpaflétta

Hin helga kvöl – Hörkuspennandi glæpaflétta