fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. desember 2025 07:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú landsins og eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar, lenti í þeirri leiðinlegu lífsreynslu í gær að vera rænd á götum Lundúna.

Dorrit greinir sjálf frá þessu í færslu á Instagram-síðu sinni.

„Ég var rænd!! farið sérstaklega varlega í London – glæpir eru alltumlykjandi!! gerendurnir eru á hjólum og fara á móti umferð sem er útpæld aðferð þar sem erfiðara er að elta þá. Þeir velja yfirleitt einstefnugötur,“ sagði Dorrit í færslu sinni.

Óvíst er hvort og þá hverju þjófurinn náði að stela af Dorrit en hún segir að lögregla hafi ekki náð að hafa hendur í hári viðkomandi. „Það er ekki séns í London en á Íslandi hefðu þeir náð honum á 10 mínútum.“

Dorrit segir að tönn í henni hafi brotnað í ráninu og þá sé hún aum í öxlinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áfall fyrir Zelensky: Húsleit hjá nánasta samstarfsmanninum vegna gruns um spillingu

Áfall fyrir Zelensky: Húsleit hjá nánasta samstarfsmanninum vegna gruns um spillingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framhaldsskólanemi lætur Sjálfstæðismenn heyra það fyrir að hafa miklar skoðanir en engar lausnir

Framhaldsskólanemi lætur Sjálfstæðismenn heyra það fyrir að hafa miklar skoðanir en engar lausnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt benda til þess að fólk misnoti veikindaréttinn

Segir margt benda til þess að fólk misnoti veikindaréttinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hver verður staða Íslands ef NATO veikist?

Hver verður staða Íslands ef NATO veikist?