

Dorrit greinir sjálf frá þessu í færslu á Instagram-síðu sinni.
„Ég var rænd!! farið sérstaklega varlega í London – glæpir eru alltumlykjandi!! gerendurnir eru á hjólum og fara á móti umferð sem er útpæld aðferð þar sem erfiðara er að elta þá. Þeir velja yfirleitt einstefnugötur,“ sagði Dorrit í færslu sinni.
Óvíst er hvort og þá hverju þjófurinn náði að stela af Dorrit en hún segir að lögregla hafi ekki náð að hafa hendur í hári viðkomandi. „Það er ekki séns í London en á Íslandi hefðu þeir náð honum á 10 mínútum.“
Dorrit segir að tönn í henni hafi brotnað í ráninu og þá sé hún aum í öxlinni.
