fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Jón Steinar gefur sératkvæði Símonar Grimma langt nef – „Að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann“

433
Föstudaginn 28. nóvember 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrum dómari telur að Símon Sigvaldason, oft nefndur Símon Grimmi þekki ekki meginreglu opinberra mála. Þessi ummæli koma í kjölfarið af því að Símon vildi dæma Albert Guðmundsson, landsliðsmann Íslands í knattspyrnu, í 30 mánaða fangelsi.

Albert Guðmundsson var í Landsrétti í gær sýknaður af ákæru um nauðgun. Albert var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í október í fyrra af ákæru fyrir að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis. Var þeirri niðurstöðu áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti sýknu Alberts.

Meira:
Símon Grimmi vildi dæma Albert í fangelsi í 30 mánuði – „Samt sem áður ekki ótrúverðugur í sjálfu sér“
Albert segir eina glæpinn þessa nótt hafa verið að þau héldu framhjá mökum sínum

Símon skilaði sératkvæði í málinu og taldi Albert sekan í málinu, vildi hann ganga þannig frá málinu að Albert færi í fangelsi í 30 mánuði.

Jón Steinar lætur ummæli falla á Facebook um málið. „Símon virðist ekki þekkja meginreglu opinberra mála um að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann. Allir sem þekkja til starfa Símons þekkja þessa ótrúlegu viðleitni hans og hefur hann verið uppnefndur af því tilefni,“ segir Jón Steinar.

Símon hefur gengið undir þessu viðurnefni vegna hás sakfellingarhlutfalls hans í gegnum tíðina

Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari tók í svipaðan streng á Facebook síðu Vísis í gær og svaraði þar lögmanni konunnar sem ákærði. Hafði hún látið hafa eftir sér að dómurinn hefði verið tæpur.

„Það er ekkert tæpt i þessum efnum. Annað hvort er hann sekur eða saklaus, og hann var fundinn ekki sekur og þar með saklaus. Þetta er ekki fótboltaleikur,“ skrifaði Helgi Magnús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hákon Arnar allt í öllu í sigri Lille – Eggert Aron byrjaði og Elías Rafn tapaði gegn Roma

Hákon Arnar allt í öllu í sigri Lille – Eggert Aron byrjaði og Elías Rafn tapaði gegn Roma
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun