fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. nóvember 2025 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir fjaðrafok á bak við tjöldin hjá Real Madrid virðist ró vera að færast yfir þeirra raðir. Fjallað hefur verið um ósætti milli lykilmanna liðsins og stjórans Xabi Alonso, en nýjustu yfirlýsingar benda til þess að menn hafi náð sáttum.

Kylian Mbappe steig fram eftir leik liðsins gegn Olympiacos, þar sem hann skoraði öll mörkin í 3-4 sigri, og tók afgerandi afstöðu með þjálfaranum.

„Í skipi geta komið stormar, en enginn er að fara að stökkva frá borði. Við verðum að vernda hvorn annan, stjórann og starfsliðið. Við viljum að stuðningsmenn finni að við erum allir saman í sama verkefni, sem er að vinna titla,“ sagði Mbappe.

Hvað mest hefur verið talað um ósætti Vinicius Junior og að hann vilji ekki skrifa undir nýjan samning. Alonso hrósaði framlagi Vinicius hins vegar í hástert eftir leik í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Harðneitar að framlengja og áhugi Chelsea eykst

Harðneitar að framlengja og áhugi Chelsea eykst
433Sport
Í gær

United vill selja og lækka launakostnað til að styðja áfram við Amorim – Þessir ellefu gætu lækkað kostnaðinn hressilega

United vill selja og lækka launakostnað til að styðja áfram við Amorim – Þessir ellefu gætu lækkað kostnaðinn hressilega
433Sport
Í gær

KR staðfestir að Atli sé að flytja til Akureyrar – Semur við Þór

KR staðfestir að Atli sé að flytja til Akureyrar – Semur við Þór