

Kidman lagði fram skilnaðarpappíra í lok september og fljótlega fóru fjölmiðlar vestanhafs að greina frá því að Urban væri nú þegar byrjaður að hitta nýja konu.
Sjá einnig: Nýja kærasta Keith Urban sögð vera ungi gítarleikarinn – Faðir hennar gat ekki neitað orðrómnum
Í samtali við söng- og leikkonuna Ariönu Grande fyrir Interview sagði Kidman að hún væri „að þrauka.“
Hún sagði einnig að hún hafi haft gott stuðningsnet í sumar, en söngvarinn flutti af heimilinu í sumar.
Kidman var að taka upp myndina Practical Magic 2 ásamt Söndru Bullock, Joey King og Maisie Williams. „Mér fannst ég örugg og elskuð,“ sagði hún.
Kidman fékk forræði yfir unglingsdætrum þeirra, Sunday Rose, 17 ára, og Faith Margaret, 14 ára. Þær verða 306 daga ársins hjá henni og 59 daga ársins hjá honum.