

Leikkonan Tara Reid segist hafa verið byrlað ólyfjan á hótelbar í Chicago. Hún missti meðvitund og var flutt á sjúkrahús.
TMZ birti myndband af Töru liggja á sjúkrabörum á meðan hún var flutt í sjúkrabílinn.
Tara Reid hefur glímt lengi við áfengisvanda en segist aðeins hafa drukkið eitt glas umrætt kvöld. Hún fór yfir atburðarrásina í samtali við TMZ.
Hún sagðist hafa mætt á Rosemont hótelið í Chicago seint á laugardaginn síðastliðinn. Hún hafi farið á barinn til að kaupa sér drykk en fór síðan út til að reykja. Hún sagðist hafa rekist á fullt af YouTube-áhrifavöldum og einn af þeim hafi farið með henni út.
#EXCLUSIVE 😳 Tara Reid claims she was drugged in a Chicago hotel then hospitalized.
Details: https://t.co/jkeTlHxP0r pic.twitter.com/7SbMq0ZiT3
— TMZ (@TMZ) November 24, 2025
Hún sagði að þegar hún kom aftur inn hafi verið servíetta yfir vínglasinu hennar, en hún sagðist ekki hafa sett hana þarna. Hún tók servíettuna af og drakk úr glasinu, næsta sem hún man er að vakna á sjúkrahúsinu.
Lögreglan í Rosemont sagði við TMZ að enginn hafi kært byrlunina eða nefnt það í tengslum við málið. Eins og staðan er núna hefur Tara ekki kært atvikið.