fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Segist hafa verið byrlað ólyfjan á hótelbar

Fókus
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 11:30

Mynd/Getty/TMZ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Tara Reid segist hafa verið byrlað ólyfjan á hótelbar í Chicago. Hún missti meðvitund og var flutt á sjúkrahús.

TMZ birti myndband af Töru liggja á sjúkrabörum á meðan hún var flutt í sjúkrabílinn.

Tara Reid hefur glímt lengi við áfengisvanda en segist aðeins hafa drukkið eitt glas umrætt kvöld. Hún fór yfir atburðarrásina í samtali við TMZ.

Hún sagðist hafa mætt á Rosemont hótelið í Chicago seint á laugardaginn síðastliðinn. Hún hafi farið á barinn til að kaupa sér drykk en fór síðan út til að reykja. Hún sagðist hafa rekist á fullt af YouTube-áhrifavöldum og einn af þeim hafi farið með henni út.

Hún sagði að þegar hún kom aftur inn hafi verið servíetta yfir vínglasinu hennar, en hún sagðist ekki hafa sett hana þarna. Hún tók servíettuna af og drakk úr glasinu, næsta sem hún man er að vakna á sjúkrahúsinu.

Lögreglan í Rosemont sagði við TMZ að enginn hafi kært byrlunina eða nefnt það í tengslum við málið. Eins og staðan er núna hefur Tara ekki kært atvikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katy Perry og Justin Trudeau taka stórt skref saman

Katy Perry og Justin Trudeau taka stórt skref saman