fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. nóvember 2025 11:30

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason fyrrum þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins kemur flokkssystur sinni Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, þingmanni og fyrrum ráðherra, hressilega til varnar í tveimur pistlum sem hann birti á heimasíðu sinni um helgina. Segir Björn óvini Þórdísar Kolbrúnar sem gagnrýni hana fyrir stuðning við Úkraínu haldna þrælslund gagnvart Rússum.

Þórdís Kolbrún sýndi Úkraínu eindreginn stuðning þegar hún var utanríkisráðherra á síðasta kjörtímabili og hefur haldið því áfram í stjórnarandstöðu en hún er sérstakur erindreki framkvæmdastjóra Evrópuráðsins í málefnum úkraínskra barna. Hún gagnrýndi harðlega um helgina friðaráætlun Bandaríkjanna sem mörgum þótt allt of vilhöll í garð Rússa og fela í sér algera uppgjöf Úkraínu en síðan þá hafa sendifulltrúar Bandaríkjanna og Úkraínu rætt um breytingar á áætluninni. Fyrir þetta hefur Þórdís Kolbrún hlotið töluverða gagnrýni í netheimum meðal annars frá Íslendingum sem hafa tekið undir málstað Rússa í stríði þeirra við Úkraínu.

Björn segir engan íslenskan stjórnmálamann fylgjast betur með gangi mála í Úkraínu en Þórdís Kolbrún, í fyrri pistli sínum sem hann titlar „Óvinir Þórdísar Kolbrúnar“:

„Vegna samstöðu sinnar með Úkraínumönnum og trúverðugra lýsinga á glæpaverkum Rússa sætir Þórdís Kolbrún ofstækisfullum árásum hér frá stuðningsmönnum Pútins, hann sé meira að segja sérstakur boðberi kristinnar trúar. Pútin hefur til stuðnings morðæði sínu hallað sér mjög að rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni og gert vanheilagt bandalag við æðstu menn þeirra.“

Snorri

Nefnir Björn sérstaklega til sögunnar Þröst Jónsson sveitarstjórnarfulltrúa Miðflokksins í Múlaþingi og vitnar í yfirlýsingar Þrastar þar sem hann gagnrýnir Þórdísi Kolbrún fyrir að gagnrýna tillögu Bandaríkjanna og kallar hana ýmsum misfallegum nöfnum. Björn telur ljóst miðað við Facebook-síðu Þrastar að hann sé einlægur stuðningsmaður Snorra Mássonar varaformanns flokksins og telur forvitnilegt hvort að Snorri og Miðflokkurinn almennt deili skoðunum Þrastar um að vera á móti stuðningi við Úkraínu í stríðinu við Rússa.

Í síðari pistli sínum um helgina gagnrýnir Björn sjálfur friðartillögunar umdeildu og gerir nánari grein fyrir gagnrýni ýmissa aðila á tillögurnar. Hann furðar sig jafnframt á hugarfari þeirra Íslendinga sem halli sér að Rússum:

„Nú eru örlagatímar í sögu Úkraínu. Hér var í gær tekið undir sjónarmið sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kynnti þegar hún gagnrýndi bandarísku tillöguna. Um leið og þau orð eru áréttuð er ástæða til að lýsa yfir undrun vegna ummæla þeirra sem telja Íslendingum farsælast að halla sér að málstað Rússa og líta fram hjá yfirgangi þeirra og brotum á alþjóðalögum; þeir hafi rétt til að beita þann ofbeldi sem þeir telji minni máttar. Þrælslundin sem birtist í stuðningi við þetta drottnunarvald er ótrúleg.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Í gær

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“