

Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Íslands var svekktur eftir tap gegn Úkraínu, hann segir að laga þurfi þá hluti sem eru í ólagi í leik liðsins.
Arnar og lærisveinar hans komast ekki í umspil um laust sæti á HM en jafntefli hefði dugað í kvöld.
„Það er mjög erfitt, íþróttir geta veitt manni hamingju en þetta var skelfileg tilfinning. Það lá á okkur í seinni hálfleik en fyrri hálfleikur var flottur,“ sagði Arnar á Sýn Sport eftir leik.
„Það vantaði herslumun, Gulli að skora en frábær varsla hjá þeim. Þeir skora eftir fast leikatriði, við höfum verið öflugir þar. Þetta er svekkjandi.“
Arnar segir að markmið liðsins hafi ekki náðst, skoða þurfi hvað sé að.
„Við failuðum á okkar markmiði, það er ekki disaster að faila. Það er verið að segja þér að það sé eitthvað að, það er ekki mikið að.“
„Við þurfum að greina hvað sé að, hvot það sé lítið eða mikið. Kannski var þetta aðeins of snemmt þetta, kannski þarf að upplifa sársauka til að eiga skilið til að komast á stórmót.“
„Þetta mun svíða í langan tíma, klefinn er hljóður núna eins og hann á að vera.“