

Eggert Magnússon, fyrrum formaður KSÍ, birti áhugaverða mynd á Facebook síðu sinni í gærkvöldi af afabarni sínu.
Eggert Aron Guðmundsson leikmaður Brann í Noregi var kallaður inn í A-landslið karla fyrir leikinn mikilvæga gegn Úkraínu í kvöld.
Með jafntefli mun íslenska landsliðið tryggja sig inn í umspil um laust sæti á HM á næsta ári.

Á myndinni sem fyrrum formaður KSÍ birtir er Eggert Aron að leiða Jóhann Berg Guðmundsson inn á völlinn í leik á Laugardalsvelli.
Eggert Aron er fæddur árið 2004 en Jóhann Berg lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2008, á föstudaginn síðasta lék hann sinn 100. landsleik.
Eggert leiddi Jóhann inn á völlinn í leik á Laugardalsvelli en Eggert Aron er í dag 21 árs en Jóhann Berg er 35 ára gamall. Líklega er myndin frá árinu 2010 eða þar um bil.
Þeir gætu báðir komið við sögu þegar landsliðið spilar í dag.