fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. nóvember 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristófer Máni Sigursveinsson, 2. varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, er óánægður með frétt sem Vísir birti í morgun. Þar er varaformaður flokksins, Snorri Másson, sakaður um að dreifa rasískri samsæriskenningu. Með fréttinni birti Vísir mynd frá landsþingi Miðflokksins þar sem Snorri var kjörinn varaformaður. Á myndinni er Snorri að fagna sigri og heldur á tveggja ára gömlum syni sínum.

Kristófer segir þetta ekkert annað en stríðsyfirlýsingu og að fólk ætti ekki að láta sér bregða ef henni verði svarað. Varaþingmaðurinn skrifar á X:

„Að birta mynd af tveggja ára syni Snorra og kalla föður hans rasista er stríðsyfirlýsing. Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Kristófer er formaður ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi, Gullbrá, sem var stofnuð í október í fyrra. Hann var eins á 4. sæti lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi í Alþingiskosningunum.

Snorri Másson hefur sjálfur gagnrýnt myndbirtingu Vísis en hann segir í færslu á Facebook að miðillinn hafi náð nýrri lægð.

Sjá einnig: Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingar lesa minna af bókum en áður en þó í næstum klukkutíma á dag

Íslendingar lesa minna af bókum en áður en þó í næstum klukkutíma á dag
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Múlaborgarmálið: Hannes játaði að hluta – Hvað varð um hin málin gegn honum?

Múlaborgarmálið: Hannes játaði að hluta – Hvað varð um hin málin gegn honum?
Fréttir
Í gær

Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs

Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs
Fréttir
Í gær

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorleifur Kamban er látinn

Þorleifur Kamban er látinn