fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Bakú – Frábær á sögulegu kvöldi

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 18:55

Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið vann fremur sannfærandi sigur á Aserbaísjan í Bakú í undankeppni HM í kvöld.

Strákarnir okkar stýrðu leiknum í fyrri hálfleik og komust yfir á 20. mínútu þegar Albert Guðmundsson skoraði eftir frábæra sendingu Ísaks Bergmann Jóhannessonar.

Sverrir Ingi Ingason tvöfaldaði forystuna fyrir leikhlé með glæsilegu skallamarki eftir konfekt-fyrirgjöf Jóhanns Berg Guðmundssonar.

Staðan 0-2 í hálfleik og íslenska liðið í afar þægilegum málum. Seinni hálfleikur var þó jafnari en hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið.

Sigur Íslands staðreynd og nú er ljóst að við fáum úrslitaleik um umspilssæti við Úkraínu í Póllandi á sunnudag.

Mistakist Úkraínu að vinna Frakka í kvöld mun Íslandi duga jafntefli í þeim leik.

Elías Rafn Ólafsson – 6
Róleg vakt hjá Elíasi sem gerði sig þó sekan um slæm mistök seint í leiknum þegar hann gaf boltann á andstæðing, hefði getað endað illa.

Guðlaugur Victor Pálsson – 7
Stóð fyrir sínu í dag.

Sverrir Ingi Ingason – 8
Eins og klettur í öftustu línu og skorar frábært skallamark.

Daníel Leó Grétarsson – 7
Traustur við hlið Sverris að vanda.

Mikael Egill Ellertsson – 7
Ágætis frammistaða hjá Mikael.

Jóhann Berg Guðmundsson (69′) – 8 – Maður leiksins
Steig vart feilspor í sínum 100. landsleik og lagði upp annað markið. Hefði í raun átt að vera með fleiri stoðsendingar miðað við hvernig hann teiknaði boltann á menn inni á teignum oftar í leiknum.

Hákon Arnar Haraldsson – 7
Sóknarleikur Íslands fer að miklu leyti í gegnum Hákon og hann sinnti því hlutverki einkar vel í dag.

Ísak Bergmann Jóhannesson (89′) – 7
Átti þessa stórgóðu sendingu í marki Alberts. Mjög líflegur og gerði vel í að finna fremstu menn almennt.

Kristian Nökkvi Hlynsson (69′) – 6
Kom ekki ýkja mikið úr honum eftir frábæra innkomu í síðasta glugga.

Albert Guðmundsson (90+1′)- 7
Áberandi sem fyrr í sóknarleik Íslands og sýndi einstaklingsgæði sem aðrir hafa ekki. Kom Íslandi yfir í leiknum.

Andri Lucas Guðjohnsen (69′) – 6
Vann mikið að vanda og sinnir mikilvægu hlutverki í fremstu víglínu.

Varamenn
Jón Dagur Þorsteinsson (69′) – 6
Brynjólfur Willumsson (69′) – 6
Daníel Tristan Guðjohnsen (69′) – 6

Aðrir spiluðu of lítið til að fá einkunn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stuðningsmaður Tottenham handtekinn eftir dónaskap í garð Mason Mount

Stuðningsmaður Tottenham handtekinn eftir dónaskap í garð Mason Mount
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona er byrjunarlið Íslands í kvöld – Jóhann Berg spilar sinn 100. landsleik

Svona er byrjunarlið Íslands í kvöld – Jóhann Berg spilar sinn 100. landsleik
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Staðfesta hvernig Evrópumótið 2028 verður – Byrjað í Cardiff og úrslitaleikurinn á Wembley

Staðfesta hvernig Evrópumótið 2028 verður – Byrjað í Cardiff og úrslitaleikurinn á Wembley
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Slekkur á hljóðinu þegar misgáfulegir sérfræðingar ræða málin – Elskar þó einn þeirra

Slekkur á hljóðinu þegar misgáfulegir sérfræðingar ræða málin – Elskar þó einn þeirra
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Í gær

Undirbúa það að funda með Lewandowski á næstunni

Undirbúa það að funda með Lewandowski á næstunni
433Sport
Í gær

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða