
Breiðablik tapaði naumlega gegn danska stórliðinu Fortuna Hjörring í Evrópubikarnum í kvöld.
Um fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar var að ræða og fór hann fram á Kópavogsvelli.
Mark Joy Omewa snemma í seinni hálfleik skildi liðin að í kvöld og leiða Danirnir fyrir seinni leikinn.
Sá fer fram í Danmörku eftir slétta viku og getur allt gerst þar eftir úrslit kvöldsins.