fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Vandað atvinnuhúsnæði rís á Völlunum í Hafnarfirði

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 12. nóvember 2025 13:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eik fasteignafélag hf. og Hamravellir atvinnuhús ehf. hafa undirritað samkomulag um uppbyggingu á iðnaðar- og lagerhúsnæði við Jötnahellu í Hafnarfirði. Húsnæðið verður byggt með þarfir öflugra fyrirtækja að leiðarljósi. Áætlaður framkvæmdartími er um 12 mánuðir.

Verkefnið markar áframhaldandi uppbyggingu á Völlunum, einu mest vaxandi atvinnusvæði landsins. Verkland ehf. mun sjá um framkvæmd verkefnisins fyrir Eik þar sem lögð verður áhersla á vandaða hönnun, greiða aðkomu og gott skipulag. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu.

„Þetta samstarfsverkefni gerir Eik fasteignafélagi kleift að sækja fram á einu öflugasta atvinnu- og athafnasvæði landsins með öflugum og reynslumiklum aðilum. Verkefnið er liður í því að auka fjölbreytni eignasafns félagsins og taka virkan þátt í vexti íslensks atvinnulífs,“ segir Hreiðar Már Hermannsson, forstjóri Eikar.

„Við erum stolt af því að leggja okkar af mörkum til að efla atvinnuuppbyggingu í Hafnarfirði, sem er orðið eitt mikilvægasta iðnaðar- og þjónustusvæði höfuðborgarsvæðisins,“ segir Óskar Hafnfjörð Auðunsson, frá Hamravöllum atvinnuhúsum.

Uppbyggingin mun styrkja atvinnulíf í Hafnarfirði enn frekar og stuðla að fjölgun starfa á svæðinu. Vellirnir eru í hraðri þróun, vel staðsettir og með greiðu aðgengi að Reykjanesbraut. „Það er afar ánægjulegt að sjá áframhaldandi vöxt og fjárfestingu á Völlunum. Uppbygging sem þessi skapar ný tækifæri fyrir fyrirtæki og stuðlar að fjölgun starfa í Hafnarfirði. Þetta verkefni endurspeglar þá miklu eftirspurn sem er eftir vönduðu atvinnuhúsnæði og öflugum rekstri á svæðinu,“ segir Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sem fagnar samstarfinu og framgangi verkefnisins.

ARMA Advisory, LOGOS og Venture Legal veittu aðilum ráðgjöf í viðskiptunum.

Valdimar Víðisson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“
Fréttir
Í gær

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök
Fréttir
Í gær

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra