fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 12. nóvember 2025 17:30

Faxagarður í Reykjavíkurhöfn. Mynd: Skjáskot/Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í samantekt frá atvinnuvegaráðuneytinu sem lögð hefur verið fram til fjárlaganefndar Alþingis er farið yfir fyrirséðan samdrátt í komu skemmtiferðaskipa til landsins. Fram kemur að hafnarstjórar landsins hafi áætlað töluverðan samdrátt í tekjum af skipunum og að almennt líti þeir svo á að mikil óvissa sé framundan í rekstri hafnanna.

Áður hefur verið fjallað um fækkun bókana skemmtiferðaskipa og hefur það ekki síst verið rakið til innviðagjalds á slík skip sem lagt var á í tíð síðustu ríkisstjórnar.

Lýst hefur verið yfir áhyggjum vegna fækkunarinnar meðal annars á rekstur Fjallabyggðarhafnar.

Fjallabyggðarhöfn í vanda sem stefnir í að dýpki enn frekar

Svipuðum áhyggjum hefur verið lýst yfir í Vestmannaeyjum.

Stefnir í samdrátt í Vestmannaeyjum vegna gjaldtöku á skemmtiferðaskip

Samantekt atvinnuvegaráðuneytisins er byggð á upplýsingum frá Cruise Iceland, Faxaflóahöfnum, Hafnasamlagi Norðurlands, Ísafjarðarhöfn, Grundarfjarðarhöfn og Múlaþingi.

Í samantektinni er því ekki að finna upplýsingar um komu skemmtiferðaskipa í bókstaflega allar hafnir landsins en þar er þó að finna þær stærstu og einnig þó nokkrar minni hafnir.

Fram kemur að í þessum höfnum verða komur skemmtiferðaskipa á þessu ári 1160. Þeim mun fækka á næsta ári, samkvæmt bókunum, í 1039 en árið 2027 er aðeins bókuð 641 koma. Áætlað er að farþegum muni fækka frá um 1,1 milljón í ár í um 786.000 árið 2027.

Minni tekjur

Tekjuáætlun fyrir hafnir landsins í heild liggur ekki fyrir en í áætlunum einstakra hafna er reiknað með töluverðum samdrætti í tekjum af skemmtiferðaskipum.

Faxahlóahafnir áætla að tekjurnar muni minnka um rúmlega helming, fara úr 1,6 milljarði króna í ár í 843 milljónir árið 2027. Á Akureyri, í Grímsey, í Hrísey og á Ísafirði er áætlaður samdráttur á þessu sama tímabili upp á um 200 milljónir.

Þegar kemur að afbókunum í þessum þremur höfnum á Norðurlandi segir að þær séu 45 fyrir næstu tvö ár. Stór skip séu með yfir 60 prósent afbókana, sem Hafnarsamlag Norðurlands telur að líklega megi rekja til innviðagjaldsins. Afbókanir minni skipanna séu að mati hafnarsamlagsins líklega flestar vegna breytinga á rekstrarumhverfi hringsiglinga, þ.e.a.s. vegna afnáms tollfrelsis.

Fleiri afbókanir eru í þremur höfnum Múlaþings en fyrir næsta ár eru þær orðnar 90 og hafnarstjóri Grundarfjarðarhafnar segir að eina hreyfingin á bókunum ársins 2027 séu afbókanir.

Tekið er þó fram í samantektinni að afbókanir geti verið af ýmsu ástæðum t.d. vegna breyttra áætlana skipanna.

Óvissa framundan

Þegar kemur að ástandinu almennt segir í samantektinni að hafnarstjórar lýsi mikilli óvissu á markaði vegna nýrrar gjaldtöku og breytinga á tollum og virðisaukaskatti. Bókanir fyrir árið 2027 hafi minnkað verulega eftir að innviðagjaldið var kynnt síðla árs 2024, samkvæmt samhljóða mati hafnanna. Nokkrar hafnir nefni að bókanir hafi alveg stöðvast haustið 2024. Viðkomum hafi fækkað til minni hafna utan Reykjavíkur þar sem skemmtiferðaskip stoppi á færri stöðum.

Segir síðan að lokum:

„Hafnarstjórar benda á að fjárfestingar í hafnarinnviðum standa nú frammi fyrir fjárhagslegri óvissu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Dóra Björt hætt við: „Þetta hefur valdið meiri skjálfta innan flokksins en ég hefði viljað”

Dóra Björt hætt við: „Þetta hefur valdið meiri skjálfta innan flokksins en ég hefði viljað”
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Svangur og ósáttur eftir samlokukaup á Grill66 – „Það er eins og skinkan og kálið vilji ekki vera þarna“

Svangur og ósáttur eftir samlokukaup á Grill66 – „Það er eins og skinkan og kálið vilji ekki vera þarna“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir meinta Gilgo-raðmorðingjann Rex Heuermann

Góð tíðindi fyrir meinta Gilgo-raðmorðingjann Rex Heuermann
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla