fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. nóvember 2025 13:36

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er mikilvægur leikur, við eigum góðan möguleika á að komast í umspil. Við þurfum góð úrslit á morgun til að búa til úrslitaleik gegn Úkraínu á sunnudag,“ sagði Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Íslands fyrir leikinn gegn Aserbaídsjan í undankeppni HM á morgun.

Íslenska liðið kom til Baku á mánudag og hefur undirbúið sig af kostgæfni fyrir leikinn. „Baku er frábær borg, gott land. Við eigum von á öflugu liði Aserbaídsjan,“ sagði Arnar.

Fernando Santos var rekinn sem þjálfari Aserbaídsjan eftir 5-0 tap gegn Íslandi í september.

„Þeir eru með betra skipulag, þeir vita betur hvernig þeir eiga að spila varnarleik og hvernig þeir geta sótt hratt. Þeir hafa bætt sig mikið, allir heima á Íslandi halda að 5-0 sigurinn hafi verið auðveldur. Þetta var bara frábær leikur hjá okkur, ég vil frekar ræða um góðan leik okkar en slæman leik Aserbaídsjan. Þeir eru með nýjan þjálfara og eru að búa til góðan strúktur fyrir undankeppni næsta Evrópumóts.“

Arnar var spurður að því hvort hann hefði áður lent í því að þjálfari væri rekinn eftir leik gegn sér.

„Þetta var ekki í fyrsta skiptið, það hefur gert nokkrum sinnum áður. Þegar þú tapar gegn Íslandi þá þarf þjálfarinn að borga fyrir það, því fólk lítur á Íslands sem slakari andstæðing.“

Mikael Neville Anderson er frá vegna meiðsla og kemur ekki til liðs við hópinn. „Mikki er því miður off, við skildum hann eftir í Svíþjóð. Við fengum þær fréttir að hann er ekki í standi til að komast. Logi er búinn að vera smá lasinn en ætti að vera klár á morgun.“

Völlurinn í Baku furðulegur en varamannabekkirnir eru nánast ofan í vellinum. Arnar efast um hvort þetta standist lög og reglur.

„Fínasta gras, það verða mikil læti á morgun. Skrýtin fjarlægð frá bekknum að vellinum, grasið er gott og grænt. Þetta er óvenjulegt, ég veit ekki hvort þetta standist lög eða reglur. Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta
433Sport
Í gær

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona