fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. nóvember 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja Grím Hergeirsson tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra. Grímur er hokinn reynslu og mætti kalla hann þúsundþjalasmið en sem hefur einstaklega sterkar taugar til Suðurlands, lögreglunnar og handbolta.

Grímur er fæddur árið 1969 og uppalinn á Selfossi. Hann lét ungur að sér kveða í handboltanum, enda kemur hann úr mikilli handboltafjölskyldu. Skemmst er að segja frá því að bróðir Gríms er sjálfur Þórir Hergeirsson sem hefur í þrígang verið valinn þjálfari ársins hjá ÍSÍ og var árum saman þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta. Sonur Gríms er handboltamaðurinn Hergeir Grímsson sem var lengi lykilmaður hjá Stjörnunni áður en hann færði sig til Hauka á síðasta ári.

Grímur lýsti því í viðtalið árið 1986, þá aðeins 17 ára, hvernig hann féll kylliflatur fyrir íþróttinni.

„Ég er Selfyssingur í húð og hár. Fæddur hér á staðnum fyrir 17 árum og hér hef ég búið alla mína tíð. Eins og vera ber þá byrjaði ég að sprikla í fótbolta fljótlega eftir að aldur leyfði en ég æfði þó aldrei reglulega svo heitið gæti – maður svona spriklaði með. Um leið og íþróttahúsið komst í gagnið árið 1978 þá fór ég að æfa handknattleik reglulega og ég get sagt að síðan þá hafi ekkert komist að hvað varðar íþróttir annað en handknattleikur. Ég hef líka verið í nefndum og ráðum í handknattleiknum, séð um slútt og ýmislegt þess háttar. Sennilega má kalla mig „handboltafrík“.

Grímur byrjaði að spila með meistaraflokki Selfoss 16 ára gamall og spilaði fjögur tímabili áður en hann fluttist til Noregs þar sem hann spilaði að eigin sögn sem „hálfatvinnumaður“ hjá Elverum. En hanbolti var ekki það eina sem átti hug hans á þessum tíma. Hann hafði lokið sveinsprófi í húsasmíði og starfað við fagið nokkra hríð. Þegar hann flutti aftur til Íslands hélt hann þó í lögreglunám og fylgdi þar með í fótspor föður síns, Hergeirs Kristgeirssonar, sem var lögreglumaður á Selfossi.

Grímur starfaði í áratug hjá lögreglunni og fór í laganám. Svo starfaði hann í fimm ár í lögmennsku áður en hann sneri aftur í lögregluna sem löglærður fulltrúi. Hann sagði í viðtali á lögmennskuárunum að það kæmi sér vel í gallamálum fasteigna að hafa lært húsasmíði.

„Þar getur komið sér ágætlega að vera húsasmiður og hafa á þeirri þekkingu að byggja. Smiðsaugað kemur sér vel.“

Árði 2015 gerðist Grímur rannsóknarlögreglumaður og síðar löglærðu fulltrúi ákærusviðs hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi og starfaði sem staðgengill lögreglustjóra frá 2017 og yfirmaður ákærusviðs. Svo tóku við tímabil sem settur lögreglustjóri, annars vegar á Suðurlandi og hinsvegar á Suðurnesjum. Síðan var Grímur skipaður lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum árið 2020. Selfoss togaði þó greinilega enn í Selfyssinginn Grím og var hann skipaður lögreglustjóri á Suðurlandi árið 2022.

Lögreglan hefur þó ekki alfarið náð að stela hjarta Gríms frá handboltanum. Grímur var langa hríð aðstoðarþjálfari meistaraflokks Selfoss og tók svo við sem aðalþjálfari um hríð árið 2019. Grímur er giftur Björk Steindórsdóttur, ljósmóður, og eiga þau saman fjögur börn.

Nú hefur Grímur verið settur í enn eitt embættið. Hann segir í samtali við mbl.is að hann hafi verið að setja upp eldhúsinnréttingu þegar dómsmálaráðherra hringdi í hann og bauð honum að taka að sér verkefnið þar til búið er að auglýsa og finna nýjan ríkislögreglustjóra. Áhugavert verður að sjá hvort að Grímur sækist þá eftir embættinu, en reynslan sem settur ríkislögreglustjóri, sem og hans fjölbreytta starfsreynsla innan lögreglunar, mun án efa skila honum ofarlega á umsækjendalistann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Í gær

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“