fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fókus

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fókus
Föstudaginn 7. nóvember 2025 12:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum hertogaynjan Sarah Ferguson mun nú ætla sér að skrifa ævisögu sína, ef marka má frétt Examiner sem hefur þetta eftir ónefndum heimildarmanni. Ferguson hefur fallið í ónáð í heimalandinu út af tengslum hennar við níðinginn Jeffrey Epstein, en fyrir vikið voru hún og fyrrum maður hennar, Andrew Mountbatten Windor, svipt titlum sínum.

Að sögn heimildarmanns hefur Ferguson nú áhyggjur af fjárhag sínum, eins finnst henni fréttaflutningur einkennast af rangfærslum og vill freista þess að rétta sinn hlut.

„Hún er enn að vonast til að klóra sig í gegnum þetta hneyksli og ná einhvern veginn að bjarga orðspori sínu.“

Upphaflega mun fyrrum hertogaynjan hafa ætlað sér að skrifa bókina með fyrrverandi eiginmanni sínum en hefur nú afráðið að ráðast í verkið ein. Þó er talið að Ferguson muni hlífa Andrew í bókinni enda mun hún óttast hefndaraðgerðir frá honum. Hún ætli sér engu að síður að fjalla um hjónaband þeirra, hvernig það sigldi í strand og hvernig fyrrum prinsinn var henni ítrekað ótrúr.

Ferguson mun eins ætla sér að opinbera ljót leyndarmál um konungsfjölskylduna, þá einkum Karl Bretakonung, Camillu drottningu, Vilhjálm Bretaprins og eiginkonu hans Katrínu prinsessu. Ólíkt Andrew muni hún engu halda undan hvað fyrrum tengdafjölskyldu sína varðar sem eigi ekki von á góðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“
Fókus
Í gær

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum