

Bandaríski leikarinn Brad Pitt frumsýndi nýtt útlit á hafnaboltaleik í Dodgers Stadium í Los Angeles fyrr í vikunni. Hárið hefur síkkað helling og leyfði hann gráa litnum í börtunum að njóta sín. Svo toppaði hann þetta með þykku yfirvaraskeggi.

Mynd af honum hefur verið að vekja athygli en það er allt annað að sjá hann síðan hann mætti á frumsýningu F1: The Movie.
Brad Pitt, 61 árs, sagðist hafa krúnurakað sig fyrir hlutverk, en nú þegar því er lokið leyfir hann ljósu lokkunum að njóta sín.